Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 117
NÁTT Ú R U F RÆÐINGURINN
235
Ef meðalþykkt mólags í þessum mýrum er áætluð 2,5 m (þ. e. 8
stungur), myndu þær gefa um 2000 milljónir tonna af þurrum mó.
Mýrar eru víðáttumestar á láglendissvæðunum suðvestanlands frá
Skógasandi að Selvogi. Mikil mýrlendi eru upp af botni Faxaflóa,
á Kjalarnesi, í Kjós og Hvalfirði og kringum Akrafjall, ennfremur
í Melasveit, um Borgarfjarðarhérað og Mýrasýslu, á Snæfellsnesi og
í Dölum, einkum í Saurbæ. Á Norðurlandi eru stærstar mýrar í
Húnaþingi, Skagafirði og Eyjafirði, einnig í Þistilfirði. Á Austur-
landi er mikið um mýrar á Fljótsdalshéraði og víðar.
Undir mónum er víðast ísaldarleir, á stöku stað sandur. Sums
staðar hefur mór myndazt ofan á hraunum, eins og í Bárðardal, í
Flóa og á Skeiðum.
Á Snæfellsnesi eru mikil hvít öskulög í mýrum, þótt þar hafi
ekki gosið síðan land byggðist. Á Vestfjörðum er víða mór undir
skriðum, er fallið hafa úr fjallshlíðum, og er hann þess vegna þétt-
ur og harður.
Á hálendinu eru einnig mýrarsvæði. Mestir flóar á heiðum uppi
eru á Arnarvatnsheiði og Tvídægru.
HEIMILDARIT
Bjarnason, Óskar li. 1966. íslenzkur mór, 88 bls. Reykjavík.
Búalög. Árbók landbúnaðarins 1966. Arnór Sigurjónsson sá um útgáfuna.
Einarsson, Þorleijur. 1962: Vitnisburður frjógreiningar um gróður, veðurfar og
landnám á íslandi. Tímaritið Saga.
Gruner, M. 1912: Die Bodenkultur Islands. Berlin.
Hansen, Mölholm. 1930: Studies on the Vegetation ol lceland. Kbhn.
Mitteilungen der Int. Bodenkundlichen Gesellschaft XIII. 1. 1938.
Ording, A. 1938: Om Brenntorvtillverkning og anden Udnyttelse af de is-
landske Myrer. Skýrsla til ríkisstjórnar íslands, desember 1938.
Ólafsson, Eggert og Bjarni Pálsson: 1943. Ferðabók. Reykjavík.
Plinius: Natural History, Book 16, 1. Loebs classics, London.
Sigurðsson, Sigurður. 1921: Um búnað á íslandi. Búnaðarrit, 35. árg.
Steindórsson, Steindór. 1936. Um mýragróður íslands. Náttúrufr., 6. 134—146.
Stjórnartíðindi, A 1912, bls. 90—93.
Thoroddsen, Þorvaldur. 1919: Lýsing íslands, III. bindi. Kbhn.
Torfason, Ásgeir. 1905: Mór. Tímaritið Eimreiðin. Kbhn.
von Post, Lennart. 1925: Sver. Geol. Unders. 19. 4 (1925).