Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 119
N /VT T Ú R U F R Æ Ð I N G U RI N N
237
moldu og eru lítið á ferli ofanjarðar á daginn. IJpp koma þeir
aðallega á næturnar og í rigningu. Ef mikið rignir koma þeir upp
hópurn saman og drepast þá margir. Talið er, að orma skorti súr-
efni, þegar vatn fyllir holur þeirra og þess vegna leiti þeir upp á
yfirborðið í regni. I kulda og þurrki leita þeir dýpra niður en
venjulega, sumir jafnvel 1 m niður eða meir, en aðrir grynnra.
Þeir liggja samankuðlaðir og bíða betri tíma. Hér 1 iggja þeir
einkum djúpt á veturna. Fyrst vakna þeir af dvala á vorin í vermi-
reiturn og upp við hlýjar húshliðar rnóti sól. Holur sínar fóðra
ánamaðkar að innan með slími.
Á sumarnóttum fara ánamaðkar á stjá í ætisleit. Þeir skríða upp
á yfirborðið, eða teygja framendann upp úr holunni, en halda sér
föstum með afturendanum. Eru þeir furðu viðbragðsfljótir að draga
sig niður aftur, ef styggð kemur að þeim. Ánamaðkar gleypa í sig
mikið af mold og nærast á lífrænum efnum í henni. Mest gengur
þó í gegnum þá og út um afturendann. Skilja þeir eftir smá hrúg-
ur, er þeir fara niður. Ánamaðkar taka líka fallin lauf o. fl. dauða
jurtahluta á yfirborðinu og draga niður í holur sínar. Standa oft
hálf laufin upp úr jörðinni á morgnana. Þeir bleyta laufin og
mýkja með munnvatni sínu og eta síðan. Flýta þeir mjög fyrir
rotnun jurtaleifa. Oft standa jrvkkir stilkar og lilaðstiengir eftir,
jrótt munnvatnið hali leyst upp blaðholdið. Oft má sjá hinar litlu,
dökkleitu úrgangshrúgur ánamaðkanna í garði eða á grasbletti. I
góðri mold er mjög mikið um lausan, kornóttan úrganginn og
eykur hann frjósemi jarðvegsins. Talið er, að í sæmilega hlýju lofts-
lagi framleiði ánamaðkar um 200 tonn moldar á ha á einu ári, eða
2 cm Jrykkt lag, ef úr [>ví væri jafnað. Þetta lag hylur smám saman
litla steina á yfirborði góðrar gróðurmoldar. 1 góðri ræktarjörð í