Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 120
238
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Danmörku er talið að í ha hverjum lifi 1.2 milljónir ánamaðka,
alls um 600 kg að þyngd.
Darwin var með þeim fyrstu, sem rannsakaði starfsemi ána-
maðka. Heilt ár lét hann t. d. safna öllum úrgangi, sem ormarnir
skildu eftir á tveimur 1 fermetra reitum — mismunandi jarðvegs,
vega hann og rannsaka.
Hvaða gagn gera ánamaðkarnir?
1. Þeir mynda frjósaman jarðveg með því að eta mold og jurta-
leifar, melta og hálfmelta og skila því þannig aftur til jarðar-
innar.
2. Þeir blanda rotnuðum lífrænum efnum saman við steinefnin
í jarðveginum.
3. Þeir gera jarðveginn gljúpan, svo að meira loft kemst niður
í hann, vatn sígur betur niður og jurtarótum veitist auðveld-
ar en ella að smjúga gegnum jarðveginn.
4. Þeir flýta fyrir rotnun laufs á yfirborðinu og draga úr því að
órotnaðar laufdyngjur loki jarðveginn frá lofti og vatni.
5. Urgangur frá ánamöðkunum verkar sem hreyking að jurtun-
um; smásteinar færast í kaf; efnabreytingar örvast í jarðveg-
inum.
Eflaust er nytsemi ánamaðkanna mjög mikil; þeir vinna jarð-
ræktinni ómetanlegt gagn.
Anamaðkar forða sér skjótt niður í holur sínar, ef borinn er á
sterkur tilbúinn áburður eða notuð illgresis- og skordýraeyðandi
lyf, en koma upp aftur, er lyfin (og áburðurinn) taka að dofna og
eyðast.
Ánamaðkar eru æði misstórir eftir tegundum og lífsskilyrðum.
Stóri ánamaðkurinn (Lumbricus terrestris) verður 20—25 cm lang-
ur erlendis, en íslenzkir ánamaðkar mun minni. í hitabeltinu eru
til ánamaðkategundir, sem verða um 1 m á lengd eða meir, og eru
sumir hverjir mjög litfagrir.
Ánamaðkar lifa um víða veröld. Sumar tegundir jafnvel í vatni.
Ánamaðkar geta skynjað birtu (a. m. k. mikla birtu) með hinum
ljósnæmu húðfrumum sínum. Þeir virðast ekki lyktarnæmir, en
geta vel fundið bragð. Viðkvæmir eru þeir fyrir titringi, draga sig
fljótt niður í holu sína, ef maður eða þungt dýr nálgast. Þó virðast