Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 121
NÁTTÚRU FRÆÐl NGURINN
239
2. mynd. Ánamaðkar að starfi.
þeir dragast að sumum snöggum hreyfingum eða titringi, t. d. priki,
sem stungið er í jörð og snúið hratt í holunni. Raki er þeim
nauðsyn. Ef yfirborðið er mjög þurrt eða frosið, grafa þeir sig
niður.
í Zoology of Iceland, Volume II, Part 20a, er ritgerð um íslenzka
ánamaðka eftir Helge O. Backlund árið 1949. Höfundurinn rann-
sakaði 345 ánamaðka frá íslandi í söfnum í Reykjavík (þ. á m. safn
Geirs Gígju), Kaupmannahöfn, Amsterdam og París og fann alls
11 tegundir ánamaðka (Lumbricidae). Teljast aðeins 2 tegundir
algengar á íslandi, þ. e. Lumbricus rubellus og Dendrobaena oct-
aedra. Virðast góð skilyrði fyrir báða. L. rubellus er kallaður skógar-
ánamaður í Danmörku; hann er venjulega 7—12 cm á lengd, mó-
rauður á lit. Hann lifir einkum í góðri mold í byggðum landsins.
Hin algenga tegundin, D. octaedra — mosa-ánarnaðkurinn, er að-
eins 3—4 cm á lengd, brúnleitur, með gráan bronsgljáa. Hann er
talinn harðgerðastur allra ánamaðka og sú tegund, sem jorífst hæst