Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 125
N Á'T T Ú R U F R Æ Ð1N G U RI N N
243
Svend-Aage Malmberg:
Hafís fyrir VestfjörSum í lok apríl 1969
og straummæling í Látraröst
í apríl—maí 1969 var farinn rannsóknaleiðangur á K/s Árna Frið-
rikssyni til sjófræðilegra athugana fyrir Vestfjörðum. Skipstjóri á
Arna var Jón Einarsson. Meginverkefni leiðangursins voru beinar
straummælingar og aðrar sjófræðilegar athuganir yfir íslenzku land-
grunnsbrúninni úti við álinn milli íslands og Grænlands. Um þær
slóðir leitar hinn hlýi atlantíski sjór — Irmingerstraumur — sunnan
úr hafi norður fyrir ísland í íslandshaf.
Hér verður nú greint lauslega frá hafísnum fyrir Vestfjörðum
á J^eim tíma, sem rannsóknirnar fóru fram.
Haldið var frá Reykjavík að kvöldi 15. apríl. Voru fyrst gerðar
tilraunir með nýtt tæki til hitamælinga í sjó, sem komið hafði verið
fyrir í skipinu fyrir tilstuðlan sjófræðideildar Bandaríkjaflota.
Tækið nefnist expendable BT (skammst. XBT) og er síritandi
hita- og dýptarmælir. Tilraunir tókust vel.
Að því búnu var hafizt handa um meginverkefni fararinnar og
mælt frá 16.—22. apríl á Jieim stöðum, sem sýndir eru á 1. mynd.
Veður var hið bezta þessa dagana og ísbrúnin var vestan við álinn
milli landanna tveggja og þá vestan hlýsævartungunnar, sem áður
er nefnd. Niðurstöður hitamælinga á þessum slóðum eru sýndar á
2. og 3. mynd af tveimur lóðréttum sniðum éit frá Kópanesi og
Látrabjargi. Heita tungan með hámarkshitastigi um það bil 6° er
ekki mikil um sig, en beinar straummælingar gáfu til kynna, að
straumhraðinn í henni væri tun það bil 1 hnútur, og stefnan norð-
læg eins og vænta mátti.
Þann 23. apríl gerði NA ltvassviðri með ísingu, svo ekki varð
að gert þar úti á miðunum. Var haldið inn á Arnarfjörð í var og
mælingar gerðar í firðinum. Veðrinu fylgdi rekís allt frá Kögri
suður að Látrabjargi, og einstaka ísjaka rak inn á firðina, m. a.
Arnarfjörð, og einnig Patreksfjörð.