Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 130
248
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN
Hér skal og bent á grein eftir
Þórhall Vilmundarson, er birtist
í bókinni Hafísinn (1969). Er
þar fjallað um „heimildir um
hafís á síðari öldum“.
Rekflöskuathuganir hafa og
leitt í ljós, að fyrir Vestfjörðum
leitar tiltölulega meir af endur-
heimtum flöskum frá landinu
en annars staðar við strendur ís-
lands, að suðausturströndinni
undanskilinni (Hermann og
Tliomsen 1946). Niðurstaða
þessi túlkar strauminn á allstóru
svæði, er nær allt að 60 sjómíl-
ur frá landi. Skiptilína milli
straums með landinu og frá því
kernur ekki fram, enda er senni-
legt, að um mjög breytilegar að-
stæður sé að ræða eftir veðri og
árstíma.
I leiðangri þeim, sem hér um
ræðir, voru gerðar beinar
straummælingar, eins og fyrr seg-
ir, m. a. við Látrabjarg u. þ. b. 6
4. m'ynd. Mældur hafstraumur í 30 m
dýpi í Látraröst frá kl. 18.00 1. maí til
kl. 18.00 2. maí 1969 og niðurstöður
útreikninga sjávarfalla. Upphafspunkt-
ur hnitakerfisins er athugunarstaður
og kross sýnir meðalstrauminn, ]>. e.
hann er 4 cm sek-1 til suðurs. Fullt
tungl var 2. maí; 50 cm sek-1 jafn-
gildir I hnút eða 24 sjómílum á sólar-
hring.
Fig. 1. Direct Current measurement
at 30 m depth 6 naut. rniles xoest of
Látrabjarg on May 1—2, 1969. Full
moon on May 2.