Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 133
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
251
Einar H. Einarsson:
Um hugsanleg íslaus svæði í Mýrdal
Undanfarið liefur því verið haldið allmikið á lofti, að á síðasta
jökulskeiði hinnar kvarteru ísaldar liafi nokkur hluti íslenzku flór-
unnar lijarað af á fáeinum íslausum svæðum. Sá maður, sem hald-
bezt rök hefur fært fyrir þessari kenningu, er Steindór Steindórs-
son, skólameistari á Akureyri. Kenningu þessari hefur rnjög aukizt
fylgi nú á síðustu árum og hafa rannsóknir, sem dr. Trausti Ein-
arsson hefur framkvæmt á svæðum umhverfis Eyjafjörð, stutt Iiana
mjög. Eitt af svæðum þeim, sem talið hefur verið líklegt til þess,
að plöntur hafi lifað af síðasta jökulskeið, er hið svonefnda Mvr-
dalssvæði, og er þá stuðst við gróðurfarslega sérstöðu Mýrdalsins,
en þar vaxa nokkrar jurtir, sem fáséðar eru annars staðar. Par er
þó sá hængur á, að rnikið vantar á að flóra fjalllendisins úr því
komið er yfir 300 m hæð hafi verið rannsökuð til hlítar. Þá hefur
Svíinn Carl Lindroth haldið fram íslausum svæðum í Mýrdal eftir
skordýrarannsóknum sínum.
Þar sem ég veit ekki til, að líkurnar fyrir íslausum svæðum í
Mýrdal hafi verið rannsakaðar frá jarðfræðilegu sjónarmiði, hóf
ég nokkrar athuganir þessu varðandi sumarið 1963 og hef haldið
jreim áfram síðan. Mjög torveldar jrað slíkar rannsóknir, að megn-
ið af fjöllum í Mýrdal eru úr írekar mjúku móbergi, sem varð-
veitir illa jökulrispur og önnur fortakslaus merki eftir jökulskrið,
og víða er erfitt að átta sig á, hvað er venjuleg veðrun og livað
er máð eftir jökul. Aðeins á einum stað í Mýrdal hef ég fundið
glöggar jökulrispur á móbergi, en jjað er upp af Skiphelli vestast
á brún Höfðabrekkuhamra. Nokkuð bætir jiað úr skák, að sýni-
lega hefur í Mýrdal verið mjög ríkjandi austanátt allar götur frá
ísaldarlokum. Veðrun basaltshraunsins á Dyrhólaey ei gleggsta
dæmið um það, en allar jökulrispur í Mýrdal, sem ég hef séð, hafa
að mestu norður-suður stefnu. Þar sem ekki hagar sérstaklega til
með landslag, þá eru á stöku stað rispur með tveim stefnum, þ. e.