Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 136
254
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
eftir, enda mikið á því búið að mæða meðan það klanf skrið jökuls
af fjalllendinu norður af því. Þá virðist mér og ekki fjarstæðukennt
að láta sér detta í hug, að fyrst eftir myndun þess hafi úthafsaldan
brotnað á því a. m. k. sunnan og vestan. Eins og fyrr getur eru í
slakkanum milli Eggja, þar sem minnst gætir veðrunar, grófar rákir,
sem stefna frá norðri tii suðurs. Vart er hægt að skýra þær á annan
hátt en að um jökulrispur sé að ræða, þótt grófar séu og ekki nægi-
lega skýrar, en möl og gróður eru víða ofan á berginu og því erfitt
um athuganir. Þar sem slakkinn og Skjólhausinn mætast, sá ég
allstóran basaltstein, sem sýndist greinilega ísnúinn, svo að ekki tel
ég vafamál, að jökull hafi gengið yfir fellið, enda er það vart að
“fa, þegar haft er í huga, að Neshraunin, sem eru í suðaustur frá
fellinu og ekki nema röskum 100 m lægri, virðast vera jökulsorfin.
Dyrhólaey hef ég lýst áður í þessu riti og læt því nægja að geta
lauslega þeirra ummerkja, er jökullinn hefur skilið eftir sig. Þótt
mestur hluti yfirborðs eyjunnar sé þakinn basalthrauni, er óvíða
hægt að finna þar glöggar jökulrispur. Er þó ljóst, að jökull hefur
hulið alla eyna og skrið hans farið ómjúkum höndum um hana,
því að yfirborð hraunsins hefur misst allan sinn upphaflega hrauna-
svip og er nú sorfið í ávalar og sléttar klappir. Á tveim stöðum hef
ég séð glöggar jökulrispur, þar sem harðnaður foksandur hefur ný-
lega eyðzt af hraunklöppum. Þess má geta, að sömu sandstormar,
sem hlaðið hafa upp sandskaflana á eynni, hafa rnyndað sandbergs-
hrauka þá, er setja svip sinn á allt landslag í Dyrh ilahverfinu. I
lagskiptingu allra þessara sandbergshrauka virðist mér mega lesa
þá staðreynd, að ríkjandi átt þessara geysimiklu sandstorma hafi
verið austan- og norðaustanátt. Norðan undir foksandsklöppunum
vestast á lágeynni er grjóthaugur mikill, sem sýnilega er gamall
jökulruðningur eftir jökul í framrás, en sú framrás ekki orðin svo
mikil að jökullinn næði að ýta urðinni upp á eyna. Efnullungunum
í jökulruðningnum svipar mjög til hnullunga í ruðningi á Dala-
heiði og Steigarhálsi. Allir eru þeir greyptir hnyðlingum, ljósum
að lit. Sennilega er þessi ruðningur frá Búðastigi.
Reynisfjall er stórt og svipmikið fjall, er gengur í sjó fram milli
Víkur og Reynishverfis. Fjallið er röskir 5 km á lengd frá norðri til
suðurs og um 800 m á breidd milli brúna, þar sem það er breið-
ast. Syðst er það 149 m, en fer hækkandi til norðurs og er hæst um
svonefndan Hnúk, þar er það 340 m og fer síðan lækkandi og er