Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 139
NÁTTÚ RUFRÆÐINGU RINN
257
staði líklegasta til að hafa verið íslausa á síðasta jökulskeiði ísaldar,
og þar sem ég tel mig hafa líkur sem stappa nærri sönnunum fyrir
því, að jökull hafi gengið yfir þá alla, tel ég, að ekki hafi getað
verið hér í Mýrdal um neina íslausa fjallstinda að ræða á meðan
jökulskjöldur síðasta jökulskeiðs ísaldar var sem þykkastur, enda
er vart hugsanlegt, að svo skýrar menjar, sem ég hef hér greint frá,
geti verið frá fyrri jökulskeiðum. Þegar þess er gætt, hversu land-
grunnið er tiltölulega mjótt út af Mýrdalnum og miklir straumar
þar með ströndinni, er ekki sennilegt að óbrotin íshella hafi náð
þar langt á sjó út, og þvx vel hægt að láta sér detta í hug, að í
einhverjum bjargveggjum móti suðri hafi lijarað af eitthvert líf,
þótt jökull þekti fjöllin ofan brúna. Glöggt dæmi um það má nú
finna sums staðar í suðui'rönd Mýrdalsjökuls, en þar þrífst gróður
í auðum hamrabéltum, þótt þau séu að mestu eða öllu umlukt
jökli.
Þorleifur Einarsson:
Skýrsla um Hið íslenzka náttúrufræðifélag 1968
Félagsmenn
Árið 1968 létust 8 félagar, svo að stjórninni sé kunnugt: Einar Erlendsson,
húsameistari, Guðmundur Tlioroddsen, prófessor, Jón Eyþórsson, veðurfræð-
ingur, Jónas Jónsson frá Hriflu, íyrrv. ráðherra, Knútur Kristinsson, læknir,
Sigurður Jónsson frá Brún og Skæringur Markússon, innheimtumaður.
Á árinu gengu 22 nýir félagar í félagið, en úr því hurfu 26. í árslok var tala
skráðra félagsmanna því eins og hér segir: Heiðursfélagi 1, kjörfélagar 5, ævi-
félagar 77, ársfélagar 1030. Félagar eru þannig alls 1113, en auk þess eru um
300 áskrifendur að Náttúrufræðingnum.
Stjórn og aðrir starfsmenn
Stjórn félagsins: Þorleifur Einarsson, dr. rer. nat., formaður, Ólafur B. Guð-
mundsson, lyfjafræðingur, varaformaður, Jón B. Sigurðsson, kennari, ritari,
Ingólfur Einarsson, verzlunarmaður, gjaldkeri, og Gunnar Jónsson, dr. rer. nat.,
meðstjórnandi.
17