Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 140
258
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Varamenn i stjórn: Einar B. Pálsson, dipl. ing., og Gísli Gestsson, safnvörður.
Endurskoðendur: Bergþór Jóliannsson, cand. real., og Eiríkur Einarsson,
verzlunarmaður. Varaendurskoðandi: Magnús Sveinsson, kennari.
Ritstjóri Náttúrufrœðingsins: Óskar Ingimarsson, bókavörður.
Afgreiðslumaður Náttúrufrœðingsins: Stefán Stefánsson, bóksali.
Stjórn Minningarsjóðs Eggerts Ólafssonar: Reynir Bjarnason, menntaskóla-
kennari, Guðmundur Kjartansson, mag. scient., og Ingólfur Davíðsson, mag.
scient. — Til vara: Ingimar Óskarsson, náttúrufræðingur, og Sigurður Péturs-
son, dr. pliil.
Aðalfundur
Aðalfundur fyrir árið 1968 var haldinn í i. kennslustofu Háskólans iaugar-
daginn 15. febrúar 1969. Fundinn sóttu 36 félagsmenn. Fundarstjóri var kjör-
inn Gestur Guðfinnsson og fundarritari Óskar Ingimarsson.
Formaður minntist í upphafi fundar látinna félaga og flutti síðan skýrslu
um störf félagsins á árinu. Þá flutti hann einnig skýrslu um störf náttúru-
verndarnefndar félagsins á árinu. Þessu næst var gepgið til stjórnarkjörs. Úr
stjórn skyldu ganga Ólafur B. Guðmundsson og Gunnar Jónsson. Þeir voru
báðir endurkjörnir einróma. Varastjórn og endurskoðendur voru og endur-
kjörnir. Þá bar formaður fram tillögu frá stjórn félagsins um það, að liinn
ötuli stuðningsmaður og velunnari Náttúrufræðingsins Eyjjór Erlendsson frá
Helgastöðum í Biskupstungum yrði kjörinn heiðursfélagi, og var tillagan sam-
þykkt einróma.
Þá ræddi formaður lagabreytingar, sem stjórnin lagði til að gerðar yrðu.
Voru jíað breytingar á 3. gr., 4. gr., 7. gr. og 9. gr. Tillögur þessar um lagabreyt-
ingar voru samjrykktar. Lög félagsins, eins og þau eru nú, eru prentuð i lok
jtessarar ársskýrslu.
Þá bar formaður fram tillögu frá stjórninni um hækkun árgjalds úr 200 kr.
í 250 kr., og var hún samjrykkt.
í lok fundarins voru sýndar litgeislamyndir, sem ýmsir jrátttakendur í fræðslu-
ferðum félagsins sumarið 1968 höfðu tekið.
Samkomur
Á árinu voru haldnar 7 fræðslusamkomur, 6 í íyrstu kennslustofu Háskólans
og 1 í Tjarnarbæ. Á samkomunum voru flutt erindi náttúrufræðilegs efnis og
sýndar litgeislamyndir tii skýringar. Á eftir erindunum urðu ávallt nokkrar
umræður. Fyrirlesarar og erindi voru þessi:
Janúar: Eyþór Einarsson: Landnám plantna og gróðurfar á jökulskerjum í
Vatnajökli.
Febrúar: Sveinbjörn Björnsson: Landrek, miðhafshryggir og jarðfræði ís-
lands.
Marz: Finnur Guðmundsson: Fuglalíf í Grímsey.
Maí: Elsa Vilmundardóttir: Jarðfræði Veiðivatnasvæðisins.
Október: Haukur Tómasson: Forsöguleg jökulhlaup.