Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 70

Náttúrufræðingurinn - 1976, Síða 70
172 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Hugmyndir aldamótabœnda um sveiflur í veiði Mývatns Eins og getið er hér að framan tók Stefán Stefánsson (Andvari 1923) saman það helsta, sem hann vissi um silungsveiðar við Mý- vatn að beiðni dr. Bjarna Sæmundssonar. Árið eftir eða í Andvara 1924 birtust ýmsar athugasemdir frá Jóni Gauta Péturssyni, Gaut- löndum, við grein Stefáns. í þessum greinum báðum koma fram ýmsar vangaveltur um sveiflur í silungsstofninum, einkum frá Jóni Gauta. Það er að athuga, að á þessum árum voru uppi deilur um rétt utanbakkabænda til dorgargöngu á Mývatn, eins og kannske má lesa á milli línanna í eftirfarandi skoðanaskiptum, sem ég hef tekið saman og hér fara á eftir: Stefán álítur, að sveiflur í silungsveiðinni, þ. e. veiðileysistíma- bilin standi í sambandi við breyttar veiðiaðferðir, þ. e. aukna dorg- argöngu. Eins og getið er um í kaflanum um veiðarfæri og veiði- aðferðir, tóku menn í notkun betri öngla á tímabilinu 1864—1874 og telur Stefán um gengdarlausan uppaustur á smásilungi á dorg á því tímabili, og gæti það skýrt hinar svimandi háu tölur um veiði, sem getið er um að frarnan, 1867—1869 og 1893 (mín. atlis.). Jón Gauti telur Stefán gera heldur mikið úr áhrifum dorgar- göngunnar og telur, að ekki hafi orðið þær breytingar á dorgar- göngu, sem Stefán vill vera láta, og hafnar hann þeirri skýringu, þar sem á dorg veiðist mestmegnis geldsilungur. Þetta sýnist mér hæpin fullyrðing; dorgarveiðin er áreiðanlega minna veljandi en llestar aðrar veiðiaðferðir, nema ef vera skyldi fyrirdráttur. Fínu önglarnir, sem Stefán talar um, eru einnig lík- legri til að gefa meiri afla og minni fiska en gömlu gerðirnar. Það hefur í för með sér, að kúfurinn af góðum árgöngum er tekinn af fyrr en ella og nytjarnar af stofninum verða án efa minni, heldur en ef fiskurinn fengi að ná a. m. k. þeirri stærð, sein hann hefur á fyrsta ári sem kynþroska. I lramhaldi af efasemdum sínum um áhrif dorggöngunnar, segir Jón Gauti: „Hitt er miklu sennilegra, að sá öldugangur stafi af mismunandi viðkomu silungsins, eða réttara sagt, mismunandi vernd, sem árferðið hefur veitt ungviðunum gegn yfirgangi manna og málleysingja. Verður ekki fyrir jrað synjað, að samband mætti finna milli árferðis og þeirra uppgangsára á silungsfjölgun, sem glöggar sagnir eru af, og víst er um það, að öll þau veiðitímabil,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.