Náttúrufræðingurinn - 1976, Qupperneq 70
172
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Hugmyndir aldamótabœnda um sveiflur í veiði Mývatns
Eins og getið er hér að framan tók Stefán Stefánsson (Andvari
1923) saman það helsta, sem hann vissi um silungsveiðar við Mý-
vatn að beiðni dr. Bjarna Sæmundssonar. Árið eftir eða í Andvara
1924 birtust ýmsar athugasemdir frá Jóni Gauta Péturssyni, Gaut-
löndum, við grein Stefáns. í þessum greinum báðum koma fram
ýmsar vangaveltur um sveiflur í silungsstofninum, einkum frá Jóni
Gauta. Það er að athuga, að á þessum árum voru uppi deilur um
rétt utanbakkabænda til dorgargöngu á Mývatn, eins og kannske
má lesa á milli línanna í eftirfarandi skoðanaskiptum, sem ég hef
tekið saman og hér fara á eftir:
Stefán álítur, að sveiflur í silungsveiðinni, þ. e. veiðileysistíma-
bilin standi í sambandi við breyttar veiðiaðferðir, þ. e. aukna dorg-
argöngu. Eins og getið er um í kaflanum um veiðarfæri og veiði-
aðferðir, tóku menn í notkun betri öngla á tímabilinu 1864—1874
og telur Stefán um gengdarlausan uppaustur á smásilungi á dorg
á því tímabili, og gæti það skýrt hinar svimandi háu tölur um veiði,
sem getið er um að frarnan, 1867—1869 og 1893 (mín. atlis.).
Jón Gauti telur Stefán gera heldur mikið úr áhrifum dorgar-
göngunnar og telur, að ekki hafi orðið þær breytingar á dorgar-
göngu, sem Stefán vill vera láta, og hafnar hann þeirri skýringu,
þar sem á dorg veiðist mestmegnis geldsilungur.
Þetta sýnist mér hæpin fullyrðing; dorgarveiðin er áreiðanlega
minna veljandi en llestar aðrar veiðiaðferðir, nema ef vera skyldi
fyrirdráttur. Fínu önglarnir, sem Stefán talar um, eru einnig lík-
legri til að gefa meiri afla og minni fiska en gömlu gerðirnar. Það
hefur í för með sér, að kúfurinn af góðum árgöngum er tekinn af
fyrr en ella og nytjarnar af stofninum verða án efa minni, heldur
en ef fiskurinn fengi að ná a. m. k. þeirri stærð, sein hann hefur
á fyrsta ári sem kynþroska.
I lramhaldi af efasemdum sínum um áhrif dorggöngunnar, segir
Jón Gauti: „Hitt er miklu sennilegra, að sá öldugangur stafi af
mismunandi viðkomu silungsins, eða réttara sagt, mismunandi
vernd, sem árferðið hefur veitt ungviðunum gegn yfirgangi manna
og málleysingja. Verður ekki fyrir jrað synjað, að samband mætti
finna milli árferðis og þeirra uppgangsára á silungsfjölgun, sem
glöggar sagnir eru af, og víst er um það, að öll þau veiðitímabil,