Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 80
kvenfugl með unga á Sogi 15.8. 1884
og 25.7. 1908. Millais (1913) sá kven-
fugl (sem hann áleit vera hvinönd)
með unga á Soginu í júlí 1889. Finnur
Guðmundsson hefur sagt mér að
Kristján bóndi í Mjóanesi hafi vitað
til þess að húsönd yrpi einu sinni á
eyju í Þingvallavatni. Sigurður Samú-
elsson hefur sagt mér eftir Guðmundi
Kolbeinssyni frá Úlfljótsvatni, að hús-
endur hafi orpið í Dráttarhlíð við
upptök Sogsins.
Fáeinar húsendur hafa sést að sumri
til á Sogi og Brúará hin síðari ár og
er alls ekki útilokað að örfáar kunni
að verpa þar ennþá. Á Soginu eru
fáeinar húsendur flest sumur, einkum
á rafstöðvalóninu. Þar sást fullorð-
inn húsandarsteggur 23.6. 1963 og
fjórir steggir ásamt hvinandarpari í
felli 2.9. 1978, og fáeinar húsendur
munu hafa verið á þessum slóðum
sumurin 1976 og 1977. f Vatnsvík við
Þingvallavatn sást húsandarkolla 27.7.
1963 (Jón Baldur Sigurðsson), 2 full-
orðin pör 27.5. 1976 og 1 fullorðið
par, ásamt 3 ungum steggjum, 1 kven-
fugli og hvinandarpari 14.5. 1977
(Magnús Magnússon prófessor). Á
Brúará við Spóastaði sást húsandar-
par 4.6. 1966 (Árni Waag), og 11.5.
1976 fundust 7 húsendur, 3 fullorðn-
ir steggir, 1 ársgamall steggur og 3
kvenfuglar, á Brúará austur af Haga.
Húsönd er reglulegur vetrargestur
á vatnasviði Ölfusár. Aðalvetrar-
stöðvarnar eru á Úlfljótsvatni, en
einnig er yfirleitt nokkuð af húsönd-
um niður um Sog allt niður að Al-
viðru, svo og hér og þar á Brúará og
þverám hennar og á Laugarvatni. í
miklum hörkum leggur Úlfljótsvatn
að langmestu leyti og dreifast þá hús-
endurnar urn svæðið. Laugarvatn er
mest notað á vorin, þegar endurnar
eru að yfirgefa svæðið. Örfáar húsend-
ur sjást á Apavatni, en þar er hins
vegar mikið um hvinönd síðari hluta
vetrar og á vorin. Húsendur hafa ver-
ið taldar á Soginu seinast í desember
13 sinnum á sl. 17 árum og liefur
fjöldinn sem sást verið allbreytilegur,
eða frá 4 upp í um 160 fugla. Líklegt
er að þessi breytileiki stafi aðallega
af mismunandi dreifingu andanna á
vatnasviði Sogs og Brúarár. Veturinn
1948—49 fylgdist Hálfdán Björnsson
(1950) nrcð húsöndum á Laugarvatni.
Segir hann að þær hafi verið þar all-
an veturinn, en mismargar, oftast um
10—20, fæstar 5 (22.3.) en flestar 60—
70 (15.4.).
Síðari hluta vetrar og vorið 1976 og
veturinn 1976—77 var reynt að fylgjast
með fjölda húsanda á öllu þessu vatna-
sviði. Erfitt reyndist að fylgjast jafn-
nákvæmlega og æskilegt hefði verið
með fjölda og hreyfingum húsand-
anna á þessu stóra svæði, einkum
vegna þess að mest af Brúará liggur
fjarri vegum, en athuganir úr lolti
bentu ekki til þess að verulegur fjöldi
húsanda væri að jafnaði á Brúará
utan þeirra svæða sem tókst að ná til
af landi. Um 90% húsanda á svæðinu
sáust að jafnaði á Soginu, einkum Úlf-
Ijótsvatni.
Vetrarfuglarnir byrjuðu að koma
á svæðið fyrir miðjan október. Full-
orðnir steggir komu fyrst, en kven-
fuglum og ungfuglum hélt áfram að
fjölga fram eftir vetri. Haustið og
veturinn 1976—77 voru heildartölur
húsanda og hlutföll fullorðinna
steggja sem hér segir: 16.10. alls 69
(80% steggir), 11.11. 91 (53%), 26.12.