Náttúrufræðingurinn - 1979, Síða 91
efsta liluta Laxár virðist háður magni
bitmýslirfa, en mun minna var af
bitmýi í Laxá 1978 en untlangengin
ár (sbr. Tafla 2). Magn bitmýs hafði
sennilega bein áhrif á afkomu
straumandar á svæðinu, en fjöldi
straumandarunga á hvern kvenfugl
á efsta hluta Laxár í ágúst þessi ár
var sem hér segir: 1.7 (1975), 2.4
(1976), 1.3 (1977), 0.6 (1978). Mæling-
ar á bitmýi hófust að vísu ekki fyrr
en 1977, en athuganir 1975 og 1976
bentu til þess að magnið hefði ekki
verið minna þau ár en 1977. Veðrátta
liafði ekki bein áhrif á afkomu ung-
anna og sést það best á samanburði við
afkotnu kafandaunga á Mývatni þessi
sömu ár, en meðalhlulfall unga dugg-
andar (Aythya marila (L.)) og skúf-
andar (A. fuligula (I..)) á Mývatni
var þá sem hér segir: 0.5 (1975), 2.0
(1976), 3.6 (1977), utn 3 (1978). Átu-
skilyrði í Mývatni voru með afbrigð-
um léleg 1975 og 1976. Samkvæmt
þessu ákvarða fæðuskilyrðin afkomu
kafanclaunga og sennilega er húsönd-
in að þessu leyti aðallega háð bitmý-
inu, enda þótt afkoma húsandarunga
sé tiltölulega jöfn milli ára vegna
þess að húsöndin getur einnig nýtt
Mývatn til ungauppeldis þegar Laxá
bregst.
Stofnstærð húsandar dður fyrr
Upplýsingar urn eggjatekju við Mý-
vatn á fyrri helmingi þessarar aldar
(Finnur Guðmundsson 1979) gefa
hugmynd um breytingar á fjölda
ýniissa andategunda á þessu tímabili.
Samkvæmt eggjatölunum varp mun
meira af húsönd við Mývatn á fyrstu
árum þessarar aldar en nú gerist. Á
árunum 1915—20 minnkaði varpið
mikið, en hélst síðan nokkurn veginn
óbreytt. Minnkun varps við Mývatn
bendir þó ekki endilega til stofnfækk-
unar, en gæti stafað af breyttri dreif-
ingu varpfugla.
Heimildir eru utn húsandafár við
Mývatn á því tímabili sem varp
minnkaði. Hachisuka (1927) segir
þetta hafa gerst 1918, og hafi lnisand-
arungarnir stráfallið, en aðrar anda-
tegundir hafi ekki orðið fyrir þessu.
William Pálsson (1936) segir: „Sum-
arið 1917 var fár mikið í húsöndum
við Mývatn; ungar þeirra drápust
jafnóðum og þeir komu úr eggjum.“
Hér skal ósagt látið um það hvort hús-
andafárið stafaði af sjúkdómi eða
fæðuskorti, en henda má á að á sama
tíma varð mikil fækkun hjá öðrum
kaföndum við Mývatn, einkum
hrafnsönd (Melanitta nigra (L.)) og
hávellu (Clangula hyemalis (I-)), og er
líklegt að þar hafi versnandi átuskil-
yrði í Mývatni komið til.
Frá því um 1920 og fram á þennan
dag hafa sennilega orðið litlar breyt-
ingar á húsandarstofninum. Þessi
staðhæfing er byggð á fyrrgreindum
tölum um eggjatekju, eigin áætlun
um stofnstærð 1960, talningu Hugh
Boyds 1964 og talningum á síðustu
árum (sbr. A.G. 1979).
Sumarið 1960 reyndi ég að áætla
stofnstærð húsandar við Mývatn og
efsta hluta Laxár. Samkvæmt upplýs-
ingum frá bændum áætlaði ég að við
efsta hluta Laxár (Haganes-Hellu-
vað) væru um 200 húsandarhreiður,
önnur 200 við Syðriflóa og Boli, og
50—150 hreiður annars staðar í Mý-
vatnssveit. Heildarfjöldi hreiðra væri
því um 450—550, og heildartala kven-
fugla ætti að hafa verið nálægt 7—800.
185