Náttúrufræðingurinn - 1979, Blaðsíða 93
ar Sigfinnssynir A Grímsstöðum við
Mývatn rnerktu obbann af þessum
fuglum, en þeir bræður Þorgeir og
Jón Jakobssynir, Haga í Aðaldal,
merktu auk þess allmargar húsendur,
aðallega unga.
Af fullorðnum fuglum hafa 13 end-
urheimtst dauðir, en auk þess hafa
allmargir merktir kvenfuglar náðst
aftur lifandi á hreiðrum sínum. Eng-
ir unganna hafa endurlieimtst. Miðað
við merkingarár dóu þessir 13 kven-
fuglar sem hér segir: á sama ári 2,
eftir 1 ár 4, eftir 2 ár 3, eftir 3 ár 1,
eftir 4 ár 1, eftir 6 ár 1 og eftir 8 ár i.
Allir þessir fuglar voru merktir við
Mývatn og endurheimtust 12 þeirra
á sama stað (9 í silunganet, dánaror-
sök þriggja ótilgreind), en einn var
skotinn á Lóni í Kelduhverfi sem fyrr
greinir. Endurheimtur þessar benda
til árlegrar dánartölu á bilinu 0.3—
0.4, en þess ber að gæta að þetta er
byggt á örfáum endurheimtum og
fuglarnir voru allir merktir með ál-
merkjum, þannig að merkjaslit gæti
verið mikið og haft áhrif til hækkun-
ar áætlaðri dánartölu.
Á síðustu tveimur árum hafa svo
húsandamerkingar liafist á ný og voru
alls merktar 94 húsendur (5 fullorðn-
ir fuglar, 89 ungar) árin 1977 og 1978,
allar á Syðstukvísl í Laxá. Endur-
heimtur hafa enn engar orðið á þess-
um fuglum.
Niðurlag
Hér að framan hafa verið raktar
allítarlega þær upplýsingar sem nú
liggja fyrir um útbreiðslu og stofn-
stærð húsandar. Stærð og samsetning
stofnsins má nú heita vel j>ekkt, og
])essi atriði eru betur þekkt en fyrir
aðra íslenska fuglastofna. Gera má
líkan af stofnbreytingum húsandar
byggt á talningum, en til jress að slíkt
líkan verði notliæft þarf að afla ó-
yggjandi upplýsinga um eftirfarandi
atriði: 1. Raunverulegan fjölda unga
sem upp kemst á hverju ári. 2. Heild-
artölu kvenfugla á ýmsum tímum árs,
einkum vor og sumar. 3. Fjölda varp-
fugla. 4. Hvort talningar á íslandi ná
til alls stofnsins, eða hvort hluti hans,
og þá hversu mikill, er „huldustofn“
geldfugla sem dveljast á Grænlandi
eða í austanverðri Norður-Ameríku.
Til þess að afla ofangreindra upp-
lýsinga verður nauðsynlegt að halda
áfrarn talningum enn um sinn og auk
jjess að stórauka merkingar. Niður-
stöðurnar, ásamt ítarlegum rannsókn-
um á félagsatferli húsandar og fæðu-
skilyrðum, ættu að leiða í ljós þá
]>ætti sem ákvarða stærð stofnsins.
Stofninn er auk þess það lítill og ein-
angraður, að sennilega verður mögu-
legt að pröfa niðurstöður beinna at-
liugana með tilraunum. T.d. væri
hugsanlegt að kanna áhrif þess að
fjölga verulega ungum sem upp kom-
ast, eða á hinn bóginn að fækka t.d.
lullvöxnum steggjum. Slíkar tilraun-
ir væru þó því aðeins réttlætanlegar,
að mun fullkomnari upplýsingar en
nú er völ á lægju fyrir um raunveru-
lega stofnstærð og samsetningu, svo
og viðkomu og afföll.
Líklegt er að yfirfæra rnegi raun-
hæft líkan af húsandarstofninum á
ýmsar aðrar kafendur sem sýna lilið-
stæða stofnþætti, svo senr langlífi,
litla ungaframleiðslu, seinan kyn-
þroska og hátt hlutfall geldfugla.
Flestar aðrar kafandategundir eru
mun erfiðari i rannsókn en húsönd-
187