Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 103
ur í aur við Skeiðarársand“ (Guðm.
Kjartansson 1970). Líklegt sýnist mér
að „Steinboginn" við Núpsárfoss sé
úr jjcssu lirauni. Á áðurnefndu svæði
sunnan við jökulinn er Jrað talsvert
úfið kargahraun en er nú víða nokk-
uð sandorpið.
Vestra hraunið kemur undan jökl-
inum tæpum kílómetra vestar en
eystra hraunið. I>að er breiðast rétt
við jökulinn og |>ar ámóta breitt og
hitt, en um 1 km frá jökli þrengist
vendega um J>að og fellur j>að j>á eftir
j>röngum dal ca. 800—900 m, beygir
eftir j>að nokkuð til vesturs og fellur
eftir talsverðum halla í aðaldalinn,
sem nefnist Beinadalur, breikkar J>ar
og sveigir til suðvesturs og endar í
allhárri mánalagaðri brún í rösklega
3.5 km fjarlægð frá jökulröndinnni
eins og hún nú er. í J>essu hrauni eru
tveir hólmar, sem J>að hefur ekki náð
að renna yfir. Að gerð eru þessi hraun
eins og tel ég enga ástæðu til að ef-
ast um að þau séu í raun réttri eitt
og sama hraunið og runnin bæði frá
sömu eldstöð og samtímis. Guð-
mundur Kjartansson (1970) taldi
líklegt að sú eldstöð væri í framhaldi
af Rauðhólaröðinni og Eldgíg (Jón
Jónsson 1970) en nokkuð virðist J>að
vafasamt. Bérgvatnsárhraunin eru í
handsýni ekki lík hraunum frá Rauð-
hólaröðinni en eru liins vegar nauða-
lík innnbyrðis sem sjá má af þeirri
talningu frumsteina í þeim, sem sýnd
er í Töflu I.
Pyroxendílarnir eru smáir og með
stundaglas svipmóti og tvímyndun.
Plagioklaskristallarnir eru stundum
4—5 mm og áberandi mikið beltaðir
og mikið um gler í J>eim. Samsettir
dílar (porfyrol>last) plagioklas -j- pyr-
oxen koma fyrir. Bæði ná hraunin
samtals yfir um 9 km2 og má J>ví ætla
að J>au séu 0,15 km3.
Eldgigur.
Svo heitir rétt og slétt eldvarp mik-
ið, sem rís af sléttu í jökulkróknum,
sem verður austan við Síðujökul í
skjóli við Hágöngur (1. mynd).
Gígurinn er raunar þrefaldur, um
800 m í J>vermál, hæstur að vestan
Tafla I. Frumsteinar í Bergvatnsáahraunum
I II Meðaltal
Plagioklas 40,0% 48,3% 47,2%
Pyroxen 40,6% 39,2% 39,9%
Olivín 1.1% 0,9% 1,0%
Málmur 12,2% 11,5% 11,9%
Dílar: Plagioklas 0.5% 6,6% 3,6%
Pyroxen 2,0% 2,6% 2,0%
Ólivín 0,2% 0,4% 0,3%
Taldir punktar 441 418 Samtals 859
I er eystra Bergvatnsárhraunið, II hið vestra.
197