Náttúrufræðingurinn - 1979, Qupperneq 108
vesturs en hefur kvíslast strax og
runnið til beggja hliða út úr gíga-
röðinni.
Vestan við þennan gíg er móbergs-
hnúkur, sem nær um 780 m hæð yfir
sjó og 180 m hæð yfir umhverfið, er
aflangur í sprungustefnu og með bas-
altívafi víðs vegar. Að lögun er hann
líkur gígnum fyrir norðan hann og
má heita eins að stærð. Líklegt virð-
ist mér að þetta sé eldstöð frá jökul-
skeiði og sennilega því síðasta. Hefur
því áður gosið á þessari sömu línu.
Við suðvesturendann á þessum hnúk
er enn einn gígur, sá hæsti í allri
Rauðhólaröðinni 755 m yfir sjó og
um 150 m yfir sléttuna sunnan og
norðan við. Hæstur er norðurbarmur
gígsins og er af honum hið fegursta
útsýni yfir svæðið vestan frá Blæng
austur að Bjarnarskerjum yfir hraun
og hálsa frá jökli til hafs. Gígur þessi
er aflangur í sprungustefnuna og op-
inn til suðvesturs og í þá átt hefur
hraunstraumur mikill fallið út úr
lronum og er hann á botni gígsins
auk þess sem stórgrýtisurð er þar
mynduð af hruni úr gígbörmum.
Þeir þrír gígir, sem nú eru taldir,
hafa lagt til allt það hraun, sem fall-
ið hefur niður dalinn austan við
Brattháls og sem gengur undir nafn-
inu Núpahraun, en það endar niður
hjá Hvoli í Fljótshverfi og góðan spöl
austan við Maríubakka. Um út-
breiðslu hraunanna niðri 1 byggð
verður fjallað síðar.
Vestan við síðastnefndan gíg tekur
við móbergsbunga, sem tilheyrir Bratt-
hálsi, Hún er gerð úr móbergsbrota-
bergi og bólstrabergi og er með þekju
af jökulbergi efst. Ekki er sú jökul-
bergsþekja [)ó samhangandi yfir allt
svæðið. Um það bil 2 krn vestar og
vestan í nefndri hæð tekur gígaröðin
sig upp á ný og er þar fyrst há og
mjög regluleg gígkeila úr gjalli og
gosmöl eingöngu en hraun hefur ekki
frá því eldvarpi runnið. Þessi gígur
er áfastur við annan miklu stærri, sem
er um 120 m hár yfir Hverfisfljót,
sem skolar fætur hans og hefur skorið
allvæna sneið vestan úr honum. Þessi
geysimikli gígur er fulla 900 m 1 þver-
mál, tvöfaldur, með op mót suðri
og hafa þar feiknmiklir hraunstraum-
ar runnið út. Fremst í gígnum er nú
mosa- og grasigróin flöt, l'riðsæll stað-
ur, sem veitir skjól í flestum veðrum.
Uppistaðan í þessum gígum báðum
er gjall og gosmöl og hér má finna
talsvert af gabbróhnyðlingum. Hverf-
isfljót hefur skorið sneið af gígnum
og er nú allt að 20 m hár gjallveggur,
sem fljótið rennur undir en gegnt
honum vestan við fljótið er Skaftár-
eldahraun, sem runnið hefur upp að
gígnum og vafalaust heft för fljóts-
ins um langan tíma enda náði það
ekki niður 1 byggð fyrr en nær 2 ár-
um eftir „eld“, nánar tiltekið 25. júlí
1785 (Jón Steingrímsson 1973). Hafa
]jví Skaftáreldar valdið miklu meiri
breytingum á farvegi Hverfisfljóts en
á farvegi Skaftár, a.m.k. uppi á há-
lendinu. Hraungígir tveir virðast hafa
verið rétt sanran suðvestan við þenn-
an gíg og eru nú vestan við fljótið,
sem fellur upp að nyrðri gígnum.
Gjall allt er burtskolað frá þessunr gíg-
um að lreita má, en hraunstabbar
standa eltir, vafalaust leifar af gos-
rásinni. Nokkru neðar vestan Hverf-
isfljóts standa gjallhólar allstórir upp
úr Skaftáreldalrrauni og tillreyra án
efa Rauðhólahrauninu en lrvort þar