Náttúrufræðingurinn - 1979, Side 110
Rauðhól og alla leið austur undir
jökul. Mest áberandi eru þessi mis-
gengi í Miklafelli og norðvestanverð-
um Bratthálsi, þ.e. í eldri berglögum,
en sprungur má einnig sjá í gígunum
sjálfum og hraununum. Kemur það
best fram í Rauðhól og svo í gígnurn
við Hverfisfljót en eins og þegar er
sagt sést það líka í gígunum næst vest-
an við jökulinn. Við Eldgíg sjást eng-
in merki um þetta enda er svæðið
umhverfis hann mjög truflað af frani-
burði jökulvatna og eins af foksandi.
Af þessu má sjá að hreyfingar hafa
verið á þessu sprungukerfi eftir að
gosið varð. Sprungur og misgengi með
stefnu norðaustur og suðvestur eru
víða áberandi í fjöllunum á þessum
slóðum og er þess getið á öðrum stað
(Jón Jónsson 1974), en engin sérrann-
sókn hefur ennþá verið gerð á þeirn.
Hraunstraumarnir.
Eins og áður er sagt er hér gengiö
út frá því að hraun það, er runnið
hefur niður Djúpárdal, sé komið úr
Eldgíg og úr eldvörpum, sem nú eru
hulin jíökli. Næst jöklinum er hraun-
ið hallalitið, því frá jökulröndinni og
niður á móts við Kálfafellsfjallsenda
lækkar það urn aðeins 20 m, en sú
vegalengd er hátt á þriðja kílómetra.
Eftir ])að verður hallinn meiri og það
svo að á næstu þrem km lækkar það
um 240 m. Hámarki nær hallinn í
Fossabrekku og þar hefur hraunið fall-
ið fram af brúninni í bröttum foss-
um. Eftir það er dalurinn hallalítill
þar til kemur fram á brún Kálfafells-
lteiðar. Á þeirri leið Iiefur hraunið á
nokkrum stöðum hrúgast upp af ein-
hverjum ástæðum, t.d. við Blóðhraun
skammt suður af Fossum, en þó eink-
um skamnrt suður af Kleifum. Þar
hefur það náð að renna svo langt
vestur á við að minnstu hefur nrunað,
að kvísl úr því næði að falla vestur
í dalinn, senr Laxá rennur eftir. Hang-
ir lrraunið þar franrá dalbrún. Eftir
það hefur lrraunið runnið niður eftir
Djúpárdal í samfelldum straumi, því
dalurinn er þar þröngur. Þó hefur
hraunið náð franr að brún Garða-
hvamms en ekki fallið niður í lrann
eins og ég lref á öðrunr stað lraldið
fram (1970). Þar senr til sést er hraun-
ið í dalnunr 20—30 nr þykkt og þar
sem það hrúgaðist nrest upp líklega
allt að 40 nr. Þegar niður á láglendið
kenrur er hraun þetta kennt við
Rauðaberg. Eftir að hraunið kenr-
ur franr úr gljúfrinu vestan við
Rauðabergsmúla breiðist það fljótt
út til beggja hliða og hefur runnið
fast upp að fjöllunum vestan nregin
við Arnarbæli í Stórahvammi og eins
virðist það vera undir nriklunr hluta
túnsins á Rauðabergi. Suður af Kálfa-
felli hefur það nrætt Núpahrauni,
senr að því er séð verður Irefur runn-
ið aðeins áður.
Af þvi má ráða að austurhluti
Rauðhólaraðarinnar liefur verið virlt-
ur lítið eitt siðar en vesturhlutinn og
er það hliðstcett við það, sem gerðist
í Skaftáreldum 1783.
Sú kvísl Rauðhólahrauns, senr á
rætur að rekja til gíganna nriklu norð-
austan við Brattlráls, þ.e. Núpahraun,
lrefur fallið í samfelldum breiðunr
straumi til suðurs nenra hvað allstór
grágrýtisbunga og önnur nrinni rétt
lrjá standa uppúr því vestan Brunn-
ár og veslur af Núpafjallsenda. Eftir
það nrá lreita að hraunið sé samfellt
þar til kemur suður að Hnútu. Þar
204