Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 111
skiptist það ög felíur aílbreið kvísi
úr því vestur milli Hnútu og Dal-
ijalls vestur í dalinn milli Síðu og
Fljótshverfis og hverfur þar brátt und-
ir Skaftáreldahraun. Megin hraun-
kvíslin heldur hins vegar áfram rnilli
Núpafjalls og Kotafjalls að öðru en
því að örmjó spýja hefur fallið um
Tröllaskarð norðan við Núpafjall og
vestur að Brunná. Þar hefur við enda
hraunsins lítill gervigígur orðið til.
Hraunið hefur svo fallið beint austur
með Kotafjalli, fast upp að fjöllunum
og svo að segja inn í hvern krók og
kima. Það er undir öllu túninu í
Kálfafellskoti og í það sést í gljúfri
Laxár austan við túnið. Áin ltefur
grafið sig niður með hraunröndinni
og má nú skoða hvernig hún var í
upphafi því líklega hefur hraunið
þarna runnið upjt að brekkum. Nú
slútir hraunröndin fram yfir ána. Það
sér svo í hraunið við og við austur á
Djúpáraura, en rétt austan við Kálfa-
fell er kontið að Rauðabergshrauni
og er brún þess allhá og ntjög greini-
leg austur fyrir Maríubakka. Verður
ckki annað séð en að það leggist of-
an á Núpahraun og sé því eitthvað
síðar runnið en það. Sker úr þessari
vestri hraunkvísl standa upjj úr Djújj-
áraurum alllangt austan við Maríu-
bakka en ekki er fyllilega ljóst hvar
það endar þar. Hjá Hvoli hefur það
numið staðar við fornan jökulgarð
(mórenu), og eins virðist það vera
þar nokkuð vestur af, en náð hefur
það eitthvað lengra fram milli FIvols
og Maríubakka. Vestur með Núpa-
fjalli að sunnan liefur hraunið runn-
ið og fast itjjj> að fjallinu. Túnið á
Nújjum er allt á þessu hrauni. Vestan
við Brunná tekur Skaftáreldahraun
við en í botni árinriai' él' Rauðhóla-
liraun enn á löngum kafla rnilli Nújja
og Hvols. Hversu langt það kann að
ná undir Skaftáreldahraun er ekki
vitað. Nærri því beint vestur af
Núpum og vestan Brunnár eru svo
nefndir Gömluhólar, sem Skaftárelda-
hraun hefur runnið ujjjj að. Það eru
fornir malarhjallar líklega ntyndað-
ir á síðjökultíma þegar sjór náði þang-
að ujjp. Ekki virðist Rauðhólahraun
hafa náð fram að þeim austan frá.
Þriðja kvísl Rauðhólahrauns hef-
ur runnið fram vestan við Brattháls
og líklega hefur smáspýja úr því fallið
til austurs norðan við Hnútu og þar
lent saman við þá kvísl, sem féll vest-
ur af rnilli Dalfjalls og Hnútu, sem
áður segir. Þarna fellur nú Hverfis-
fljót í fossum og flúðum og erfitt er
að greina hraunamót. Meginkvíslin
hefur hins vegar fallið fram milli
Hnútu og Miklafells og sér þar í það
á talsverðu svæði. Þar er hið forna
gljúfur Hverfisfljóts grafið í það og
sér vel fyrir því og fornum farvegum
fljótsins (sbr. Jón Jónsson 1970). Svo
liáir eru þessir fornu gljúfurveggir
ennþá að ljóst er að hraunið hefur
verið þykkt á þessum stað. Það má
því ætla að það hafi fyllt allt bilið
milli Hnútu og Miklafells en einmitt
við suðausturhorn Miklafells hefur
það komið saman við vestustu
kvísl Rauðhólahrauns, þá er frá
Rauðhól kemur. Hversu langt lnaun-
ið hefur náð lil suðurs verður ekki
með vissu sagt en nokkrar líkur eru
;í því að það hafi náð allt suður að
Ey (Brattlandsey) því þar er klettahóll
er stendur ujjjj úr Skaltáreldalirauni
og virðist hann vera úr Rauðhóla-
hrauni. Sýni hafa verið tekin úr Rauð-
205