Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 7

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 7
Leó Kristjánsson Dr. Þorbjörn Sigurgeirsson, prófessor - minningarorð Þorbjörn Sigurgeirsson, emeritus prófessor við Háskóla íslands, lést í Reykjavík hinn 24. mars 1988. Bana- mein hans var hjartabilun. Með hon- um er genginn einn merkasti frum- kvöðull eðlis- og jarðvísinda á íslandi. Þorbjörn Sigurgeirsson var fæddur að Orrastöðum í Húnavatnssýslu hinn 19. júní 1917, elstur fimm bræðra. For- eldrar hans voru hjónin Sigurgeir bóndi Björnsson, Eysteinssonar, og Torfhildur Þorsteinsdóttir frá Mána- skál, Péturssonar. Er margt mætra dugnaðar- og lærdómsmanna meðal ættmenna Þorbjörns. Þorbjörn gekk í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi úr stærðfræðideild 1937. Þar kenndi dr. Trausti Einarsson honum stærð- fræði og eðlisfræði, og lágu leiðir þeirra saman síðar. Þorbjörn hélt síð- an til Kaupmannahafnarháskóla til náms í eðlisfræði. Styrjöldin, og ekki síst hernám Þjóðverja vorið 1940, olli mikilli röskun á starfsemi háskólans, en Þorbjörn lauk magistersprófi þar 1943. Hann vann einnig á eðlisfræði- stofnun skólans, sem var undir stjórn Níelsar Bohr, við rannsóknir á geisla- virkni, þar sem miklar framfarir voru að eiga sér stað. Seint á árinu 1943 komst Þorbjörn til Svíþjóðar á ævin- týralegan hátt, og hélt þar áfram rannsóknum sínum um hríð. Vorið 1945 fór Þorbjörn Sigurgeirs- son til Bretlands og þaðan til Islands og Bandaríkjanna. Mun hann upphaf- lega hafa ætlað að kynna sér lífeðlis- fræði vestan hafs og ritaði eina vís- indagrein á því sviði, en tók fljótlega til við athuganir á eðli geimgeisla. Birtust sumar niðurstöður rannsókna hans ásamt öðrum greinum í sérstöku hefti af tímaritinu Reviews of Modern Physics (jan. 1949) og eru margir heimsfrægir eðlisfræðingar meðal höf- unda. A eintak af því hefti sem var í fórum Þorbjörns hafði einn þeirra, John A. Wheeler, skrifað : „To Thor - With pleasant memories of Princet- on’s first cosmic ray experimentalist“; segir þetta sína sögu um framlag Þor- björns til þessa sviðs, þótt hann stæði þar stutt við. Haustið 1947 kom Þorbjörn til ís- lands og gerðist stundakennari við Háskóla Islands og Menntaskólann í Reykjavík, en tók einnig fljótlega til við rannsóknir, m.a. á geislavirkni í bergi, þótt aðstaða til slíkra hluta væri harla ófullkomin. 1949 varð hann jafn- framt framkvæmdastjóri Rannsókna- ráðs ríkisins, og vann að fjölbreytileg- um verkefnum svo sem við athugun á þaravinnslu á Breiðafirði, þyngdar- sviðsmælingar í samvinnu við fransk- an leiðangur, og könnun á hitastigi í Geysi og Heklu. Hann hélt þó áfram Náttúrufræðingurinn 59 (1), bls. 1-7, 1989. í

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.