Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 7

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 7
Leó Kristjánsson Dr. Þorbjörn Sigurgeirsson, prófessor - minningarorð Þorbjörn Sigurgeirsson, emeritus prófessor við Háskóla íslands, lést í Reykjavík hinn 24. mars 1988. Bana- mein hans var hjartabilun. Með hon- um er genginn einn merkasti frum- kvöðull eðlis- og jarðvísinda á íslandi. Þorbjörn Sigurgeirsson var fæddur að Orrastöðum í Húnavatnssýslu hinn 19. júní 1917, elstur fimm bræðra. For- eldrar hans voru hjónin Sigurgeir bóndi Björnsson, Eysteinssonar, og Torfhildur Þorsteinsdóttir frá Mána- skál, Péturssonar. Er margt mætra dugnaðar- og lærdómsmanna meðal ættmenna Þorbjörns. Þorbjörn gekk í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi úr stærðfræðideild 1937. Þar kenndi dr. Trausti Einarsson honum stærð- fræði og eðlisfræði, og lágu leiðir þeirra saman síðar. Þorbjörn hélt síð- an til Kaupmannahafnarháskóla til náms í eðlisfræði. Styrjöldin, og ekki síst hernám Þjóðverja vorið 1940, olli mikilli röskun á starfsemi háskólans, en Þorbjörn lauk magistersprófi þar 1943. Hann vann einnig á eðlisfræði- stofnun skólans, sem var undir stjórn Níelsar Bohr, við rannsóknir á geisla- virkni, þar sem miklar framfarir voru að eiga sér stað. Seint á árinu 1943 komst Þorbjörn til Svíþjóðar á ævin- týralegan hátt, og hélt þar áfram rannsóknum sínum um hríð. Vorið 1945 fór Þorbjörn Sigurgeirs- son til Bretlands og þaðan til Islands og Bandaríkjanna. Mun hann upphaf- lega hafa ætlað að kynna sér lífeðlis- fræði vestan hafs og ritaði eina vís- indagrein á því sviði, en tók fljótlega til við athuganir á eðli geimgeisla. Birtust sumar niðurstöður rannsókna hans ásamt öðrum greinum í sérstöku hefti af tímaritinu Reviews of Modern Physics (jan. 1949) og eru margir heimsfrægir eðlisfræðingar meðal höf- unda. A eintak af því hefti sem var í fórum Þorbjörns hafði einn þeirra, John A. Wheeler, skrifað : „To Thor - With pleasant memories of Princet- on’s first cosmic ray experimentalist“; segir þetta sína sögu um framlag Þor- björns til þessa sviðs, þótt hann stæði þar stutt við. Haustið 1947 kom Þorbjörn til ís- lands og gerðist stundakennari við Háskóla Islands og Menntaskólann í Reykjavík, en tók einnig fljótlega til við rannsóknir, m.a. á geislavirkni í bergi, þótt aðstaða til slíkra hluta væri harla ófullkomin. 1949 varð hann jafn- framt framkvæmdastjóri Rannsókna- ráðs ríkisins, og vann að fjölbreytileg- um verkefnum svo sem við athugun á þaravinnslu á Breiðafirði, þyngdar- sviðsmælingar í samvinnu við fransk- an leiðangur, og könnun á hitastigi í Geysi og Heklu. Hann hélt þó áfram Náttúrufræðingurinn 59 (1), bls. 1-7, 1989. í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.