Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 44
SKELJAR í TJÖRNESBÖKKUM Myndin sýnir skeljar í Tjörneslögum, en þau má rekja um 6 km leið í sjávar- bökkunum á vestanverðu Tjörnesi, norðan Köldukvíslar. Lögin eru aðallega gerð úr sjávarseti með sædýraleifum, einkum samlokum og sniglum, en inn á milli eru lög úr ár- og vatnaseti og surtarbrandi. Lögunum hallar allt að því 10° í NV. Þau eru víða brotin og hér og þar hafa brotveggirnir gengið til. Heildar- þykkt laganna mun varla vera minni en 500 m. A Tjörneslögunum hvíla hraun- lög, sem eru 2,3 milljón ára gömul, og hljóta setlögin því að vera eldri. Á myndinni, sem tekin er um miðbik laganna í svo nefndum tígulskeljalög- um, má sjá dökka veðrunarskán, sem flagnað hefur af hér og þar, svo að sést í ferskt setbergið. Hér er raunar um sprunguflöt að ræða. Skeljarnar eru nær ein- göngu kúskeljar (Arctica islandica) og eru þær í tveim lögum eða linsum að- skildum af því sem næst skeljalausum grófum sandsteini. Skeljarnar eru allar brotnar og tilfluttar líklegast af straumum því að sjá má, einkum í efra laginu, að fleiri skeljar eru með kúptu hliðina upp. Þannig straumröðun er allalgeng þar sem ákveðin straumstefna er ríkjandi. Þá snúast skeljarnar smám saman þannig að þær veiti sem minnsta mótstöðu. Skeljarnar hafa því líklegast skolast til og lagst fyrir á grófan sand þar sem frekar fáar skeljar voru fyrir og síðan hefur nær sams konar set lagst ofan á. Skeljalausi sandsteinninn er hins vegar allþokkalega lagskiptur og því hefur varla gengið mjög mikið á þegar hann sett- ist til. Þetta hefur því líklega gerst á einhverju dýpi fyrir utan strönd. Skeljalög- in hafa skörp neðri mörk og linsuform þeirra bendir til þess að hér sé um að ræða samsöfnun í rofrennur, t.d. eftir strauma. Ljósm. Leifur A. Símonarson. Leifur A. Símonarson Náttúrufræðingurinn 59 (1), bls. 38, 1989. 38

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.