Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 44
SKELJAR í TJÖRNESBÖKKUM Myndin sýnir skeljar í Tjörneslögum, en þau má rekja um 6 km leið í sjávar- bökkunum á vestanverðu Tjörnesi, norðan Köldukvíslar. Lögin eru aðallega gerð úr sjávarseti með sædýraleifum, einkum samlokum og sniglum, en inn á milli eru lög úr ár- og vatnaseti og surtarbrandi. Lögunum hallar allt að því 10° í NV. Þau eru víða brotin og hér og þar hafa brotveggirnir gengið til. Heildar- þykkt laganna mun varla vera minni en 500 m. A Tjörneslögunum hvíla hraun- lög, sem eru 2,3 milljón ára gömul, og hljóta setlögin því að vera eldri. Á myndinni, sem tekin er um miðbik laganna í svo nefndum tígulskeljalög- um, má sjá dökka veðrunarskán, sem flagnað hefur af hér og þar, svo að sést í ferskt setbergið. Hér er raunar um sprunguflöt að ræða. Skeljarnar eru nær ein- göngu kúskeljar (Arctica islandica) og eru þær í tveim lögum eða linsum að- skildum af því sem næst skeljalausum grófum sandsteini. Skeljarnar eru allar brotnar og tilfluttar líklegast af straumum því að sjá má, einkum í efra laginu, að fleiri skeljar eru með kúptu hliðina upp. Þannig straumröðun er allalgeng þar sem ákveðin straumstefna er ríkjandi. Þá snúast skeljarnar smám saman þannig að þær veiti sem minnsta mótstöðu. Skeljarnar hafa því líklegast skolast til og lagst fyrir á grófan sand þar sem frekar fáar skeljar voru fyrir og síðan hefur nær sams konar set lagst ofan á. Skeljalausi sandsteinninn er hins vegar allþokkalega lagskiptur og því hefur varla gengið mjög mikið á þegar hann sett- ist til. Þetta hefur því líklega gerst á einhverju dýpi fyrir utan strönd. Skeljalög- in hafa skörp neðri mörk og linsuform þeirra bendir til þess að hér sé um að ræða samsöfnun í rofrennur, t.d. eftir strauma. Ljósm. Leifur A. Símonarson. Leifur A. Símonarson Náttúrufræðingurinn 59 (1), bls. 38, 1989. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.