Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 45
Ágúst Guðmundsson Innskotatíðni kvikuhólfa og gostíðni eldstöðvakerfa INNGANGUR Gostíðni eldfjalla er mjög breytileg. Jafnvel innan tiltölulega lítilla eld- virknisvæða eins og Islands gjósa sum eldfjöll mun oftar en önnur. Þannig hefur Hekla gosið að meðaltali á tæp- lega 60 ára fresti á sögulegum tíma, en ekki er vitað til að Öræfajökull hafi gosið nema tvisvar á sama tímabili (Sigurður Þórarinsson og Kristján Sæ- mundsson 1979). Á sögulegum tíma virðast hafa orðið allt að 40-50 gos í Grímsvötnum en ekki nema 3 gos- hrinur í Kröflu (Ari Trausti Guð- mundsson 1986). Þá má nefna að að- eins er kunnugt um 12 gos á söguleg- um tíma í þremur vestustu eldstöðvakerfum Reykjanesskagans (Jón Jónsson 1983). Breytingar á gostíðni sumra eld- fjalla eru einnig verulegar, eins og Hekla er gott dæmi um. Þótt meðal- gostíðni hennar á sögulegum tíma sé eitt gos á tæplega 60 ára fresti, hefur bilið milli gosa verið frá 10 árum og upp í 120 ár (Sigurður Þórarinsson 1970, Ari Trausti Guðmundsson 1986). Vissar gerðir goshegðunar hafa fundist, en breytingar á gostíðni margra fjalla eru óreglulegar (Wick- man 1976). Tilviljanakenndir þættir virðast hafa áhrif á gostíðni sumra eldfjalla (Wickman 1976). Þótt tilviljanakenndir þættir hafi áhrif á gostíðni eldfjalla, eins og ann- arra náttúrulegra kerfa, er ljóst að eldvirknisvæði jarðar tengjast flest ákveðnu spennusviði sem ræður miklu um gostíðni og aflfræðilega hegðun viðkomandi eldfjalla. Algengt er þó að tímabundin eða varanleg breyting verði á spennusviði næst kvikugjafa, þ.e. grunnstæðu hólfi eða djúpstæðri þró sem leggur eldfjalli til kviku í gos- um, og kann sú breyting að skýra suma tilviljanakennda þætti sem koma fram í goshegðun eldfjalla. í þessari grein verður einkum fjall- að um tilgátur og reiknilíkön sem höf- undur hefur verið að þróa síðustu árin til skýringar á ýmsum þáttum sem hafa áhrif á gostíðni eldstöðva (Ágúst Guðmundsson 1986a, 1988). Eingöngu er fjallað um eldstöðvar á plötuskilum eða rekbeltum eins og þeim sem liggja í gegnum ísland (1. mynd). Hugmynd- ir þær sem hér eru ræddar eiga við eldstöðvakerfi á plötuskilum almennt, en öll dæmin verða frá eldstöðvum á Islandi. GOSTÍÐNI OG GOSSPÁR Gostíðni eldstöðvar er metin út frá heimildum, skráðum og óskráðum, um eldstöðina. Rannsóknir á gossögu eldstöðva hér á landi byggja meðal annars á könnun ritaðra heimilda, og mati á áreiðanleika þeirra, svo og á Náttúrufræðingurinn 59 (1), bls. 39-54, 1989. 39

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.