Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 54

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 54
5. mynd. Langtíma gostíðni, sýnd sem fjöldi gosa á hverjum 10 þúsund árum, og sam- band hennar við breidd þess svæðis sem verður fyrir togstreitu við gliðnun á plötuskilum hér á landi. Byggt er á reiknilíkaninu og gert ráð fyrir óbreyttum kvikuþrýstingi í þrónni. Rekhraðinn (v) er talinn 2 cm/ári, Youngs stuðull (E) er 50 GPa, og togstyrkur skorpu 3.5 MPa (Ágúst Guðmundsson 1988). Stuðull togspennumögnunar (k) er 1.0 fyrir flata þró (engin spennumögnun) og 3.0 fyrir þró með hringlaga lóðréttum þverskurði. Reikn- að er með að 10% ganga nái yfirborði. Long-term extrusion frequency (langtíma gos- tíðni) given as number of eruptions every 10,000 years, at the divergent plate boundary in Iceland as a function of the width (u) of the zone that undergoes tensile strain. The spreading rate is 2 cm/yr, Young’s modulus (E) is 50 GPa, and tlie tensile strength (T) is 3.5 MPa (cf. Ágúst Guðmundsson 1988). The extrusion frequency is estimated to be 10% of the dike intrusion frequency. fleti (3. mynd). Ekki er vitað hversu oft hérlend eldstöðvakerfi hafa gosið á tugþúsunda eða hundruð þúsunda ára tímabilum. Fjöldi ganga á 500- 1500 m dýpi í skorpunni er hins vegar sæmilega þekktur í nokkrum þyrping- um hér á landi (Ágúst Guðmundsson 1984). Þessir gangar hafa flestir mynd- ast neðarlega í skorpulagi 0 eða í efri hluta lags 1. Út frá reiknilíkaninu ættu um 20% ganga úr tiltekinni kvikuþró að ná upp að mótum lags 0 og 1. Reikna má með því að dæmigert eld- stöðvakerfi sé 10 km breitt, sem er ná- lægt meðaltali fyrir eldstöðvakerfi og gangaþyrpingar (Ágúst Guðmundsson 1984, 1986d), og að rekhraðinn í því sé um fjórðungur af heildarrekhraða hér á landi (tvö samsíða rekbelti, hvort með samsíða eldstöðvakerfi). Á 700 þúsund árum, sem er lauslegur meðalævitími eldstöðvakerfis (Ágúst Guðmundsson 1986c), ættu samkvæmt þessu um 1000 gangar að ná mótum lags 0 og 1 í tilteknu eldstöðvakerfi. Eldstöðvakerfi sem lifði í 300 þúsund 48

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.