Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 25

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 25
2. mynd. Snið af jarðlögum í Þuríðar- árgili í Vopnafirði. Botn neðsta hraun- lagsins í sniðinu (merkt 0 m) er í um 330 m hæð yfir sjó. Section of the Þuríðará gully, 330 m above sea level. 1. Basalt. 2. Siltstone. 3. Bones. 4. Scree. basalthraunlögum með misþykkum setlögum á milli. í hálsinum milli Hofsárdals og Vesturárdals er líparít á móts við bæinn Fell og litrík líparít- innskot eru í Egilsstaðafjalli og Refsstaðafjalli sunnantil í dalnum, vottur um forna megineldstöð undir Smjörfjöllum (Jux 1960). Jarðsögulega má skipta jarðlagastaflanum í Vopna- firði í þrennt: 1) Neðst eru gömul blágrýtislög með misþykkum setlögum á milli. Lögin virðast 10-12 milljóna ára gömul og þeim hallar um það bil 10° í vestur (Kristján Sæmundsson 1977, 1980). Allþykk setlagasyrpa að mestu úr túffi með surtarbrandi hér og þar er í eldri hluta blágrýtismyndunarinnar í Vopna- firði. Setögin eru þykkust í Virkisvík vestan Vindfells, um það bil 18 m, og því nefnd Vindfellslög (Jux 1960). 2) Neðarlega í Bustarfelli er mis- lægi og hallar blágrýtislögunum ofan við mislægið um 2° í vestsuðvestur. Rétt ofan við mislægið eru setlög með surtarbrandi og virðast þau víða fylgja mislæginu. Þessi lög eru mun yngri en Vindfellslögin og varla meira en 5-6 m þykk í Bustarfelli. Pflug (1959) rann- sakaði frjókorn úr lögunum og dró þá ályktun út frá samsetningu flórunnar að hún væri frá mörkum tertíers og kvarters. Lögin virðast yngri en set- lögin undir Hengifossi í Fljótsdal, en hraunlögin ofan á þeim eru 5-6 millj- óna ára gömul (McDougall o.fl. 1976). Akhmetiev o.fl. (1978) töldu aldurinn vera einhvers staðar á bilinu 3,0-5,5 milljónir ára, en Kristján Sæ- mundsson (munnlegar uppl. 1989) og samstarfsmenn hans létu aldursgreina röð af sýnum úr Bustarfelli og virðast elstu lögin ofan við mislægið vera 3,0- 3,5 milljóna ára gömul. Það virðst því 191

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.