Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1989, Blaðsíða 25
2. mynd. Snið af jarðlögum í Þuríðar- árgili í Vopnafirði. Botn neðsta hraun- lagsins í sniðinu (merkt 0 m) er í um 330 m hæð yfir sjó. Section of the Þuríðará gully, 330 m above sea level. 1. Basalt. 2. Siltstone. 3. Bones. 4. Scree. basalthraunlögum með misþykkum setlögum á milli. í hálsinum milli Hofsárdals og Vesturárdals er líparít á móts við bæinn Fell og litrík líparít- innskot eru í Egilsstaðafjalli og Refsstaðafjalli sunnantil í dalnum, vottur um forna megineldstöð undir Smjörfjöllum (Jux 1960). Jarðsögulega má skipta jarðlagastaflanum í Vopna- firði í þrennt: 1) Neðst eru gömul blágrýtislög með misþykkum setlögum á milli. Lögin virðast 10-12 milljóna ára gömul og þeim hallar um það bil 10° í vestur (Kristján Sæmundsson 1977, 1980). Allþykk setlagasyrpa að mestu úr túffi með surtarbrandi hér og þar er í eldri hluta blágrýtismyndunarinnar í Vopna- firði. Setögin eru þykkust í Virkisvík vestan Vindfells, um það bil 18 m, og því nefnd Vindfellslög (Jux 1960). 2) Neðarlega í Bustarfelli er mis- lægi og hallar blágrýtislögunum ofan við mislægið um 2° í vestsuðvestur. Rétt ofan við mislægið eru setlög með surtarbrandi og virðast þau víða fylgja mislæginu. Þessi lög eru mun yngri en Vindfellslögin og varla meira en 5-6 m þykk í Bustarfelli. Pflug (1959) rann- sakaði frjókorn úr lögunum og dró þá ályktun út frá samsetningu flórunnar að hún væri frá mörkum tertíers og kvarters. Lögin virðast yngri en set- lögin undir Hengifossi í Fljótsdal, en hraunlögin ofan á þeim eru 5-6 millj- óna ára gömul (McDougall o.fl. 1976). Akhmetiev o.fl. (1978) töldu aldurinn vera einhvers staðar á bilinu 3,0-5,5 milljónir ára, en Kristján Sæ- mundsson (munnlegar uppl. 1989) og samstarfsmenn hans létu aldursgreina röð af sýnum úr Bustarfelli og virðast elstu lögin ofan við mislægið vera 3,0- 3,5 milljóna ára gömul. Það virðst því 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.