Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 6
unum í kring. Nú er ljóst að álíka mik- ið fer fyrir loftinu yfir Iægðarmiðjunni og því sem fyrir utan er. Þetta þýðir að öðru jöfnu að loftið yfir lægðinni er að meðaltali hlýrra en það sem fyrir utan er. Hlýtt loft er léttara en sama rúmmál af köldu lofti. Á norðurslóð- um liggur þetta alls ekki í augum uppi vegna þess að lægðir í háloftunum eru að jafnaði ekki á sama stað og niður við jörð og þess vegna er hlýjasti stað- ur lægðarinnar í hverri hæð ekki yfir miðjunni. Fellibyljir eru hins vegar sammiðja háloftalægð langt upp í gufuhvolfið. Loftið yfir miðju felli- bylsins er hlýrra en loftið umhverfis langt uppeftir veðrahvolfinu. Þetta er sérlega áberandi nokkuð ofan yfir- borðs t.d. í þriggja km hæð. Loftið í miðju fellibylsins er á leiðinni niður, en loft á niðurleið hitnar vegna vax- andi þrýstings. En umhverfis er gríð- arlegt uppstreymi. Meir um það dálít- ið aftar. Inni í miðju fellibylsins er því svæði þar sem vindur er hægur og þó oftast sé ekki léttskýjað eru ský öll miklu minni og þynnri en utan við, þar sem uppstreymið rís með nærri lóðréttum skýjavegg upp í margra kílómetra hæð. Þetta svæði inni í miðjunni nefnist auga fellibylsins og er gjarnan 20-40 km í þvermál. Hringrásin í auganu er mjög flókin. Þó að loft sé að meðaltali á niðurleið blandast það nokkru lofti úr upp- streyminu utan við og myndar oftast einhver ský. Ástæður augamyndunar í fellibyljum eru flóknar og ekki ástæða til að skýra þær í smáatriðum hér, en almennt má segja að augað sé afleið- ing af takmarkaðri orku fellibylsins. I fellibyljum vex vindhraði í átt að miðju. Ef ekkert væri augað, stefndi vindhraðinn á óendanlegt í miðjunni. En það gerist að sjálfsögðu ekki. Sá kraftur, sem til þarf að halda lofti í þröngri hringhreyfinu á ofsahraða, er einfaldlega ekki til staðar, hringhreyf- ingin hættir að vaxa innávið eftir að ákveðnum vindhraða er náð. Hver sá vindhraði er fer eftir orkuforða við- komandi fellibyls og þeim ytri aðstæð- um sem hann býr við. Því orkuríkari sem fellibylur verður því nær miðju kemst hringhreyfingin og augað verð- ur minna. Tilraun hefur verið gerð til þess að reikna út mestan vindhraða í fellibyl sem býr við bestu jarðneskar aðstæður á allan hátt. Sá vindhraði er nálægt 100 m/s eða um 200 hnútar. Aldrei hafa þó mælingar staðfest svona háa tölu. Nýlega uppgötvuðu fræðimenn nýja fræðilega tegund felli- bylja sem þeir vildu kalla hypercanes sem útleggja mætti sem ofurbylji eða fimbulbylji. Þessir ættingjar fellibylja eru enn ægilegri en þeir öflugustu sem við þekkjum. Þessir ofurbyljir þurfa 35-37° heitt sjávaryfirborð til að myndast, sá sjávarhiti er hvergi á jörð- inni nú á tímum, en einhverjar vanga- veltur eru uppi um hvort þessi skilyrði hafi verið fyrir hendi einhvern tíma á fyrri jarðsöguskeiðum. Það er uppstreymi lofts í kringum augað sem knýr fellibylinn. Mikið af raka þéttist í uppstreyminu og skilar við það varmaorku sem nýtist við að knýja vindinn. Stór hluti orku felli- bylsins er þannig fenginn. Þetta er ólíkt því sem gerist í lægðum á norð- urslóðum, því þær fá ekki nema hluta af sinni orku úr þéttingu raka. SKILYRÐI TIL MYNDUNAR FELLIBYLJA Til að koma uppstreyminu og þar með rakaþéttingunni, hringhreyfing- unni og öllum látunum af stað þarf dálítið sérstök skilyrði. Hið fyrsta er að loft, sem leitar upp, komist upp. Þetta er ekki eins sjálfsagt mál og virðist við fyrstu sýn. Sannleikurinn er sá að ef allt loft sem streymir upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.