Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 16

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 16
1. mynd. Gervigígurinn Söðulhóll í Landbrotshólum, eins og hann er að innan eftir að hafa verið grafinn sundur til malarnáms. Neðst er rautt gjall, dekkra efst. Þá koma jarð- vegslögin tvö með þunnu gjalllagi á milli. Þar fyrir ofan er aftur gjall, mest svart og of- aná jarðvegur með öskulögum. Söðulhóll pseudocrater, showing internal structure after excavation. Note the two soil layers on either side of a thin layer of scoria. Ljósm. photo Jón Jónssoon. gjallstál (1. mynd). í því ofan til eru tvö næsta regluleg, samsíða lög úr efni, sem mjög sker sig úr og ekki er gjall. Hvort um sig er um 25-30 cm þykkt, en milli þeirra er nokkuð óreglulegt og misþykkt gjalllag, sem sums staðar nær því að vera 20 cm. Samanlögð þykkt þessara þriggja laga er því sem næst 80 cm (sjá snið 2. mynd). Undir þessum lögum er svo rautt, misgróft gjall svo langt, sem grafið hefur verið. Ofan á lögunum er svo misþykkt gjall. Lengst t.v. á myndinni er það orðið meira en 1 m, en verður þynnra ofar í hólnum. Það er í engu frábrugðið neðri lögunum að öðru en því að það er svart. Ofan á öllu þessu er svo jarðvegur um 0,8-1 m þykkur, það er til sést og með ösku- lögum. Þeirra á meðal er ljósa ösku- lagið frá gosinu í Öræfajökli 1362 mest áberandi. Öll lögin í hólnum eru því neðan frá talið sem hér segir: 1) gjall (rauðamöl) 2) neðra, þétta lagið 3) gjall, mest svart 4) efra þétta lagið 70

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.