Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 10
kostlegs manntjóns hvað eftir annað í Bangla-Desh og á Filipseyjum. En mikill misskilningur er að ætla að nú- tímatækni geti komið í veg fyrir manntjón. UM NAFNGIFTIR Á FELLIBYLJUM Vegna þess að árlega verða til margir fellibyljir á svipuðum slóðum þykir hentugt að aðgreina þá með nöfnum. Þetta er sérstaklega hag- kvæmt þegar tveir eða fleiri eru á sveimi samtímis. Aðgreining með nöfnum er líka mjög hagkvæm við alla skýrslugerð. Nafngiftir fellibylja eiga sér nokkra sögu. Fyrr á árum, bæði á síðustu öld og síðar voru fellibyljir gjarnan kenndir við þá staði þar sem þeir ollu mestu tjóni eða eftir skipum sem þeir sökktu. En skömmu fyrir aldamót byrjaði ástralskur veðurspámaður að gefa hitabeltisstormum nöfn. Hann notaðist einkum við nöfn á stjórn- málamönnum, sérstaklega ef honum þótti lítið til þeirra koma. I síðari heimsstyrjaöldinni fóru veðurfræðing- ar bandaríska flotans að nefna felli- bylji í höfuðið á eiginkonum eða vinstúlkum. Árið 1949 var Harry S. Truman forseti Bandaríkjanna á ferð í Flórída. Skömmu síðar gekk fellibylur þar yfir og var hann umsvifalaust nefndur Harry. Síðar kom annar felli- bylur við sögu og var sá nefndur Bess í höfuðið á forsetafrúnni. í september 1950 mynduðust þrír fellibyljir um svipað leyti, einn við Bermúda, annar við Puerto Rico og hinn þriðji í Mexíkóflóa. Allmikill ruglingur upp- hófst um hver væri hver. Árið 1951 var ákveðið að nota nöfn símastafrófsins. Allt gekk vel það árið, en 1952 var samþykkt nýtt símabókstafakerfi. Það varð til þess að ekki náðist samkomu- lag um nafn þriðja fellibyls þess árs og var hann ýmist kallaður Charlie eða Cocoa. Ekki gátu menn komið sér saman um hvort kerfið skyldi nota 1953. Þá var stungið upp á kven- mannsnöfnum í stafrófsröð og var það samþykkt. Svo vildi til að 1954 voru margir fellibyljir á sveimi nálægt Bandaríkjunum. Þá reis upp mót- mælaalda gegn notkun kvenmanns- nafna og þótti slík notkun ósmekkleg. En þessum mótmælum var ekki sinnt og þetta þótti smám saman sjálfsagt. En árið 1979 var farið að nota karl- manns- og kvenmannsnöfn til skiptis. Nú eru fellibyljanöfn ákveðin fimm ár fram í tímann og sömu nöfnin síðan notuð aftur næstu fimm ár. Þó er sú undantekning gerð á að nöfn á felli- byljum sem valda verulegu tjóni eru felld út og þau ekki notuð aftur. í Atl- antshafi er byrjað á stafrófinu á hverju ári og gjarnan eru 10 til 15 nöfn notuð árlega, en nöfn eru einnig gefin hita- beltislægðum sem gætu orðið fellibylj- ir og auk þess kemur fyrir að lægðir í heittempraða beltinu fái nöfn, en meir um það síðar. Sama kerfi er notað í Kyrrahafi og e.t.v. víðar. Nöfnin eru með alþjóðlegu yfirbragði. Algengt er að fellibyljir valdi verulegu tjóni í Jap- an. Þar var vani sem og annars staðar að bendla þá við staði þar sem tjón hafði orðið. Um tíma var notað við- líka nafnakerfi og í Atlantshafi, en al- menningur í Japan var lítt hrifinn af útlenskum nöfnum sem ekki var einu sinni hægt að bera fram. Japanir nota nú númerakerfi. Byrjað er á einum á hverju ári og haldið áfram. Tólfti felli- bylur ársins 1988 heitir því einfaldlega „8812“. UM AFSKORNAR LÆGÐIR Endrum og eins gerist það að Iægðir frá norðurslóðum hætta sér of langt suður og lokast þar inni, þ.e. að hæð gengur fyrir þær svo þær komast ekki 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.