Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 31
2 mynd. Hallbjarnarstaðatindur. Úr fjallinu hafa fallið a.m.k. tvö framhlaup. Hið yngra er frá sögulegum tíma og nefnt í Landnámu. The mountain Hallbjarnarstaðatindur in Skriðdalur. At least two rockslides liave occurred at this side ofthe mountain. The young- er one is most probably mentioned in Book of Settlement and of historical age. Ljósm. photo Árni Hjartarson. lög í henni. Efra lagið finnst alstaðar þar sem stungið er niður skóflu og liggur yfirleitt neðst í grasrótinni. Þetta er lagið úr Öskjugosinu 1875 sem miklar búsifjar gerði á Austur- landi. Neðra lagið virðist liggja fast ofan á urðinni og finnst aðeins á stöku stað. Ljóst er að það hefur fallið áður en urðin var farin að gróa upp að ráði. Það er að öllum líkindum frá Öræfa- jökulsgosinu mikla 1362. Urðin frá Hallbjarnarstaðatindi er 2 m þykk í sniðinu við Múlaá (3. mynd). Undir henni er óhreyft jarð- vegslag, misþykkt en nær allt að 60 cm. I því eru nokkur gjóskulög þar á meðal eitt ljóst. Með samanburði við önnur snið á svæðinu og útbreiðslu- kort gjóskulaga virðist hér vera um Heklulagið H3 að ræða. Þetta lag varð til í gríðarmiklu eldgosi í Heklu fyrir um það bil 2900 árum (Guðrún Larsen og Sigurður Þórarinsson 1977). Ekkert mælir gegn því að framhlaupið úr Hallbjarnarstaðatindi hafi fallið „síð landnámstíðar". Undir óhreyfða jarðveginum í snið- inu við Múlaá (3. mynd) er þykkt lag af moldarblöndnum ruðningi. Þarna liggja torfusneplar og viðarbútar í bland við mold, möl og grjót. Allt ber hér vott um mikið jarðrask. Jaðar Haugahólaurðarinnar er skammt und- an svo nærtækt er að hugsa sér að hún hafi valdið þessu raski er hún geystist fram og umturnaði öllu sem fyrir varð, jafnt skógum og graslendi sem og jörðinni sjálfri. Aldur Haugahóla- hlaupsins er sýnilega meiri en H3 gjóskunnar og því hærri en 2900 ára. Heklugjóskan H4 er 4500 ára. Hún er auðþekkt, efri helmingur lagsins er svartur en sá neðri nærri hvítur. Þessi gjóska sést víða í rofabörðum og 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.