Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 33
ig þeir veittu Fúlalæk hvor á annan og
landeyðinguna sem af því hlaust,
kunni að standa í sambandi við jökul-
hlaup undan Sólheimajökli og mynd-
un Skógasands síðla á landnámstíð.
Þriðja dæmið er af Molda-Gnúpi
landnámsmanni í Álftaveri og Hrafni
hafnarlykli. „Molda-Gnúpr seldi
mörgum mönnum af landnámi sínu ok
gerðist þar fjölbyggt, áðr jarðeldr ratin
þar ofan, en þá flýðu þeir vestr til
Höfðabrekku . . . “ Hrafn hafnarlykill
nam land norðan við Molda-Gnúp
„milli Hólmsár ok Eyjarár ok bjó í
Dynskógum; hann vissi fyrir eldsupp-
kvámu ok fœrði bú sitt í Lágey“. (Isl.
fornrit I, bls. 330). Guðrún Larsen
(1979) og Hammer (1984) hafa fært að
því rök að jarðeldurinn sem þarna er
nefndur hafi verið stórgos í Eldgjá
samfara miklu hraunrennsli við end-
aða landnámstíð.
Það er athyglisvert hve náttúruham-
farir virðast oft réttilega tímasettar í
fornum ritum og annálum. Þessi dæmi
úr Landnámu segja sína sögu. Haukur
Jóhannesson og Sigmundur Einarsson
(1988) hafa nýlega bent á gott sam-
ræmi fornra annála og náttúruham-
fara á Reykjanesi. Sjálfur hef ég at-
hugað nokkuð slíkar tímasetningar
einkum hvað varðar eldgos og stjarn-
fræðileg fyrirbrigði á Sturlungaöld en
þar kemur góð nákvæmni fram. (Árni
Hjartarson 1989). Meðal fræðimanna
hefur áreiðanleiki þessara rita þó
löngum verið deilumál.
RÚST í HAUGAHÓLUM
Bærinn að Haugum stendur utar-
lega í Haugahólum við jaðar hlaupsins
úr Hallbjarnarstaðatindi. Ef frásögn
Landnámu af framhlaupinu í Skriðdal
er rétt má ljóst vera, að bærinn getur
ekki hafa staðið, þar sem hann stend-
ur nú, á fyrstu öldum íslands byggðar
því þá hefur ógróin urð þakið svæðið
að mestu. Mér er ekki kunnugt um
hvenær Hauga er fyrst getið í rituðum
heimildum. Bæjarnafnsins er ekki get-
ið í Landnámu eða fornsögunum og
hvorki í Sturlungu, Biskupasögum,
fornum annálum né í íslenska forn-
bréfasafninu. Þrátt fyrir það hefur ef-
laust lengi verið búið að Haugum. Jón
Hrólfsson bóndi á Haugum (fæddur
1918) getur þess í jarðarlýsingu að
rústir innst í Haugahólum bendi til að
bærinn hafi staðið þar fyrr á öldum en
verið fluttur síðar á núverandi stað
(Jón Hrólfsson 1975).
Ég skoðaði þessar rústir í júlí 1989.
Þær eru syðst í Haugahólahlaupinu,
70 m ofan Múlaár (1. mynd). Síki
gengur upp frá ánni rétt sunnan tóft-
anna. Handan við síkið er Fimmmela-
tún ræktað á aurum Vatnsdalsár.
Fimm samvaxnir framhlaupshólar,
Fimmmelar, eru sunnan við túnið.
Tóftirnar eru á lágu meltagli sem
gengur austur úr stökum urðarhól við
ána (4. og 5. mynd). Lag tóftanna
bendir til þess að um bæjarhús sé að
ræða. Ekki er víðsýnt frá þessu bæjar-
stæði, Haugahólar byrgja sýn út dal
en Fimmmelar inn til lands.
Könnunarskurður var grafinn um
miðjan norðurvegg tóftarinnar og
jarðvegur og gjóskulög skoðuð (4.
mynd). Lagið frá Öskjugosinu 1875 er
alstaðar neðst í grasrótinni og undir
því er 8-10 cm óhreyfður jarðvegur.
Þá kemur 30-50 cm lag af rótaðri
mold með leifum af gjóskulögum hér
og hvar. Þetta eru gamlar torflileðslur
úr veggjum o.þ.h. Þar undir er 1-2 cm
lag af óhreyfðri mold. Síðan koma tvö
gjóskulög, auðþekkjanleg og ágæt
leiðarlög á þessum slóðum. Þau eru
ljósa lagið frá Öræfajökli 1362 og
þykkt svart gjóskulag sem fylgir því
eins og skugginn aðeins ofar í jarð-
vegi. Það er talið upprunnið í gosi í
norðanverðum Vatnajökli eða Kverk-
87