Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 54

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 54
1. mynd. Séð vestur til Möðrufellsfjalls og Kerlingar. Möðrufellshraun blasir við. Annað minna framhlaup einnig með þverhöggnu þili í bak í undirhlíðum Kerlingar en þar uppi í brúnum situr skálarjökull í bogadreginni skál. Möðrufellsfjall in Eyjafjörður, North Ice- land to the left and Kerling to the right viewed from east. Möðrufellshraun is at the foot of the mountain. A smaller rockslide is seen higher up in the slopes of Kerling which also has a small cirque-glacier near the top. Ljósm. photo Oddur Sigurðsson. ir um 10.000 árum (Hreggviður Norð- dahl 1990) og því hefur hann þá verið nokkur hundruð metra þykkur inni við Möðrufellsfjall. Allt laust efni, sem nú liggur þar á sléttum dalbotnin- um undir fjallinu, hlýtur því að vera yngra þ.e.a.s. myndað eftir ísöld. Efri skálin í Möðrufellsfjalli liggur öll neð- an við 700 m y.s. og þarf þá jafnvægis- lína jökuls í henni að hafa verið í inn- an við 600 m y.s. Ekkert bendir til að Ioftslagi eftir ísöld hafi nokkurn tíma verið þannig háttað að jökull gæti myndast í þessari skál. Þar á ofan er gert ráð fyrir að jökullinn hafi haldið áfram í fossi og náð niður í um 120 m y.s. sem þýðir að jafnvægislínan þarf að flytjast niður í 400 m y.s. eða svo. Auk heldur er hér ekki um neinar venjulegar skálar eftir jökul að ræða. Þær vantar nefnilega skálarlagið (sbr. 2. mynd). Öll hlutföll milli skálar og lausefnis eru önnur en við er að búast af skálarjöklum. Lausefnahrúgaldið er margfalt stærra að flatarmáli en sjálf skálin og hefur ekki það jökulgarða- lag, sem víða má sjá við skálarjökla. Jökull í efri skálinni í Möðrufells- fjalli, ef hann hefði getað myndast, hlyti að hafa verið örsmár, enda skál- in ekki stór. Að ætla honum að fæða af sér annan jökul miklu stærri og bera fram í lok ísaldar allt það efni sem Möðrufellshraun er, er ofrausn í meira lagi. Skálarjöklar eru að vísu af- ar afkastamiklir miðað við aðra jökla, en ekki er auðvelt að benda á nokk- urn skálarjökul sem hefur á skömm- 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.