Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 3
Trausti Jónsson Fellibyljir Árlega valda fellibyljir gríðarlegu tjóni í hitabeltinu og því hlýtempraða. í þessari grein er fjallað um þessa ógnvalda, æfi þeirra og örlög. Skammt er að minnast fellibyljanna Gilberts og Jóhönnu sem ollu þungum búsifjum í Karabíska hafinu og lönd- um þar í kring haustið 1988. Að vanda kom í ljós að margt það sem fram kemur í fjölmiðlum um fellibylji er oft óljóst og stundum villandi. UM ORÐANOTKUN I þýðingum íslenskra fjölmiðla á er- lendum fréttaskeytum gætir oft mis- skilnings þegar fjallað er um veður- fræðileg fyrirbrigði. En stundum er það ekki eingöngu íslenskum frétta- mönnum að kenna heldur munu þessi fréttaskeyti oft vera ónákvæm og jafn- vel villandi. En lítum nú á helstu hug- tök og nöfn þeirra á íslensku og ensku. Oft er ruglað saman fellibyl, fárviðri og skýstrokkum. Fárviðri er þegar vindur nær 12 vindstigum. Rétt er að minna á að 12 vindstig eru ekki talin nema að vindur hafi verið 64 hnútar eða meir að meðaltali í 10 iwín- útur. (einn hnútur er ein sjómíla á klst = 0,5148 m/s) Þegar fréttir berast af miklum vindhraða er hins vegar yfir- leitt miðað við snöggar hviður. Enska orðið yfir 12 vindstig er hurrícane. Svo vill til að hurrícane er einnig notað um fyrirbrigðið fellibyl, en þeir eiga alltaf uppruna sinn í hitabeltinu. í ensku er orðinu tropical (þ.e. hitabeltis-) gjarn- an bætt framan við þannig að tropical hurricane = hitabeltisfárviðri = felli- bylur. Vindur nær alloft 12 vindstigum í venjulegum lægðum. Þegar slíkir vindar blása verður óhjákvæmilega mikið tjón á þéttbyggðum svæðuin. Stundum ganga krappar lægðir inn yf- ir Vestur-Evrópu. I fréttaskeytum er þá e.t.v. réttilega talað á ensku um hurricane force winds. Rétt íslensk þýðing væri að fárviðri hafi geisað (gengið yfir o.s.fr.). En margir lenda í þeirri gildru að þýða hér hurricane með fellibyl, sem er sem sagt mis- skilningur. Stundum er orðið hurricane þýtt sem hvirfilvindur eða hvirfilbylur. Þessi þýðing er ákaflega óheppileg, þó hún sé ekki í sjálfu sér röng vegna þess að hún leiðir til ruglings við ann- að og gjörsamlega óskylt fyrirbrigði, skýstrokkinn. Skýstrokkur er það sem á ensku nefnist tornado (stundum twister). Skýstrokkar eru mjög litlir um sig, oftast nokkrir tugir eða fáein hundruð metra í þvermál og eru oftast fylgifiskar veðraskila og þrumuveðra sem slíkum skilum fylgja. Svo vill til að skýstrokkar eru mjög algengir í Bandaríkjunum og einkum þó á slétt- unum miklu. Þar koma fellibyljir hins vegar aldrei í heilu lagi. Stundum er nokkuð um skýstrokka samfara felli- byljum. Skýstrokkar eru sárasjaldgæf Náttúrufræðingurinn 60 (2), bls. 57-68, 1990. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.