Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 38
HRAUNTJÖRN VIÐ PU’U O’O Á HAWAII Þó margt sé Iíkt með eldvirkninni á íslandi og Hawaii, þá er einnig ýmislegt ólíkt. Hawaiiísku eldfjöllin eru risastórar dyngjur, sem byggst hafa upp við gos eftir gos. Gosin eiga sér stað á sprungum er skerast í gegn um dyngjurnar sem sprungurein eða sprungustjarna, mun minni þó en íslensku sprungukerfin. Gosin eru frekar hæglát, byrja gjarnan sem háir og miklir kvikustrókar á löngum sprungum. Sprungurnar hafa síðan tilhnegingu til þess að lokast að mestu leyti, svo einungis gýs á einum eða mjög fáum gígum. Þar byggist ósjald- an upp allmikil gjallkeila. í flestum tilvikum sljákkar svo í virkninni á þessum gígum, en þá hefst gjarnan nýr þáttur í gosinu, sem einkennist af kvikustreymi í lokuðum rásum undan gígnum. Mismunandi er hvernig kvikan berst til yfir- borðs í þessum þætti gossins. Stundum opnast vök eða hrauntjörn einhvers staðar úti á hrauninu. Þar kraumar kvikan frekar hæglát undir þunnu hraun- skrofi og rennur síðan í hrauná lengra í burtu. Hraunáin er gjarnan opnin fyrsta spölinn en síðan storknar yfirborð hennar svo að ekki sér til hraunrennslis fyrr en áin brýst út lengra niðri í hallanum í hlíðum eldfjallsins. Á myndinni hér að ofan sést ein slík hrauntjörn. Hún var virk sumarið 1986. Þá hafði staðið gos í Kilauea frá því í janúar 1983 með smáhléum og stendur reyndar enn. Gos þetta hafði þá byggt upp rúmlega 250 m háa gjallkeilu, sem kallast Pu’u O’o. Hún stendur á sprungureininni sem gengur austur úr Kilauea. Upp af þessari hrauntjörn lippuðust hægfara gasslæður og kvikan rann í farvegi sem lokaðist skammt frá tjörninni og kom ekki út fyrr en á misgengjabrúnunum í suðurhlíðum fjallsins. Þegar myndin var tekin rann hraunið þar niður og hafði þegar náð ströndinni, rofið veginn, runnið í sjó fram og eytt strjálli húsabyggð er þar var. Ljósm. Páll Imsland. Páll Imsland Náttúrufræðingurinn 60 (2), bls. 92, 1990. 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.