Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 38
HRAUNTJÖRN VIÐ PU’U O’O Á HAWAII
Þó margt sé Iíkt með eldvirkninni á íslandi og Hawaii, þá er einnig ýmislegt
ólíkt. Hawaiiísku eldfjöllin eru risastórar dyngjur, sem byggst hafa upp við gos
eftir gos. Gosin eiga sér stað á sprungum er skerast í gegn um dyngjurnar sem
sprungurein eða sprungustjarna, mun minni þó en íslensku sprungukerfin.
Gosin eru frekar hæglát, byrja gjarnan sem háir og miklir kvikustrókar á
löngum sprungum. Sprungurnar hafa síðan tilhnegingu til þess að lokast að
mestu leyti, svo einungis gýs á einum eða mjög fáum gígum. Þar byggist ósjald-
an upp allmikil gjallkeila. í flestum tilvikum sljákkar svo í virkninni á þessum
gígum, en þá hefst gjarnan nýr þáttur í gosinu, sem einkennist af kvikustreymi í
lokuðum rásum undan gígnum. Mismunandi er hvernig kvikan berst til yfir-
borðs í þessum þætti gossins. Stundum opnast vök eða hrauntjörn einhvers
staðar úti á hrauninu. Þar kraumar kvikan frekar hæglát undir þunnu hraun-
skrofi og rennur síðan í hrauná lengra í burtu. Hraunáin er gjarnan opnin fyrsta
spölinn en síðan storknar yfirborð hennar svo að ekki sér til hraunrennslis fyrr
en áin brýst út lengra niðri í hallanum í hlíðum eldfjallsins.
Á myndinni hér að ofan sést ein slík hrauntjörn. Hún var virk sumarið 1986.
Þá hafði staðið gos í Kilauea frá því í janúar 1983 með smáhléum og stendur
reyndar enn. Gos þetta hafði þá byggt upp rúmlega 250 m háa gjallkeilu, sem
kallast Pu’u O’o. Hún stendur á sprungureininni sem gengur austur úr Kilauea.
Upp af þessari hrauntjörn lippuðust hægfara gasslæður og kvikan rann í farvegi
sem lokaðist skammt frá tjörninni og kom ekki út fyrr en á misgengjabrúnunum
í suðurhlíðum fjallsins. Þegar myndin var tekin rann hraunið þar niður og hafði
þegar náð ströndinni, rofið veginn, runnið í sjó fram og eytt strjálli húsabyggð
er þar var. Ljósm. Páll Imsland.
Páll Imsland
Náttúrufræðingurinn 60 (2), bls. 92, 1990.
92