Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 27
Árni Hjartarson
„Pá hljóp ofan fjallit allt“
Framhlaup í Skriðdal á landnámsöld.
INNGANGUR
Skriðdalur gengur inn af Fljótsdals-
héraði austanverðu og teygir sig til
suðurs um 40 km að vatnaskilum á
Oxi. Um miðja byggð greinist hann í
tvennt af Þingmúla sem Múlasýslur
heita eftir, en undir honum var Múla-
þing háð. Austan Múlans er Suðurdal-
ur sem í daglegu tali er oftast nefndur
Skriðdalur eins og aðaldalurinn og er
þeirri venju haldið hér á eftir. Eftir
honum rennur Múlaá um Haugahóla
og kemur úr Skriðuvatni. Ofan við
vatnið heitir hún Öxará og kemur úr
Ódáðavötnum syðst á Múlaafrétt.
Vestan við Þingmúla er Norðurdalur
og um hann rennur Geitdalsá. Hún
sameinast Múlaá norðan við Þingmúla
og heitir eftir það Grímsá.
Skriðdalur ber nafn með réttu því
dalbotn og hlíðar eru þakin skriðu-
vængjum, grjótskriðum og fram-
hlaupsurðum. Strax í Landnámu er
dalurinn bendlaður við skriðuföll:
„Hrafnkell hét maðr Hrafnsson;
hann kom út síð landnámstíðar. Hann
var enn fyrsta vetur í Breiðdal, en um
várit fór hann upp um fjall. Hann áði í
Skriðudal ok sofnaði; þá dreymði
hann, at maðr kom at honum ok bað
hann upp standa ok fara braut sem
skjótast; hann vaknaði ok fór brutt.
En er hann var skammt kominn, þá
hljóp ofan fjallit allt og varð undir
göltr og griðungr, er hann átti“. (ís-
lensk fornrit I. Landnámabók, bls.
299).
Landnámufrásögnin hefur verið
tekin nær óbreytt upp í Brandkrossa-
þátt. í Hrafnkelssögu Freysgoða er til-
brigði við þessa sögu en hún er þar í
mikilsverðum atriðum frábrugðin
Landnámu. Þar er greint frá landnámi
Hallfreðar föður Hrafnkels Freys-
goða. Hann reisti bæ sem nú heitir
Geitdalur í Norðurdal Skriðdals.
„Ok eina nótt dreymði hann, at
maðr kom at honum ok mœlti: „Par
liggur þú Hallfreðr ok heldr óvarliga.
Fcer þú á brott bú þitt ok vestr yfir
Lagarfljót. Par er heill þín öll. “ Eptir
þat vaknar hann ok fœrir bú sitt út yfir
Rangá í Tungu, þar sem síðan heitir á
Hallfreðarstöðum, ok bjó þar til elli.
En honum varð eptir göltr ok hafr. Ok
inn sama dag, sem Hallfreðr var í
brott, hljóp skriða á húsin, ok týndusk
þar þessir gripir, ok því heitir þar síð-
an í Geitdal“. (íslensk fornrit XI.
Hrafnkelssaga Freysgoða bls. 97)
Skiptar skoðanir hafa verið um það
hvort einhver sannleikskjarni sé að
baki þessara sagna. Sigurður Nordal
(1940) taldi að frásögn Hrafnkelssögu
væri skáldskapur sniðin eftir texta
Landnámu en honum breytt eftir
hentugleikum. Hann taldi jafnframt
að sögnin um Geitdal tengist skriðu-
hlaupi, aurskriðu eða snjóskriðu sem
greint er frá í Prestssögu Guðmundar
Náttúrufræðingurinn 60 (2), bls. 81-91, 1990.
81