Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 11
norður aftur. Lægðir þessar nefnast afskornar. Þær eru mjög ólíkar felli- byljum að því leyti að þær eru kaldast- ar í miðjunni, en eru aftur á móti nokkuð sammiðja í háloftunum. Þeg- ar sjór er hvað hlýjastur síðla sumars gerist það stundum, þegar þessar lægðir fara óvenju sunnarlega að í þeim verður loft svo óstöðugt að miðj- an hitnar svo að hún verður hlýrri en umhverfið og fer þannig að minna dá- lítið á fellibyl. Stundum nálgst þá kalt loft úr norðri og á mótum hlýja og kalda loftsins vex vindur mjög og í stöku tilviki nær hann 9 -12 vindstig- um. Þó hér sé ekki um eiginlegan fellibyl að ræða fá þessar lægðir stund- um nafn ef vindur verður mjög mikill og lægðin er mjög sunnarlega. STÆRÐ FELLIBYLJA Venjulegur fellibylur er gjarnan nokkur hundruð kílómetrar í þver- mál, en fárviðri er á mjög takmörk- uðu svæði í kringum augað. Á 4. mynd má sjá dreifingu vindhraða í stórum fellibyl ^fellibylurinn Allen, 1980) miðað við Island. Eins og áður er minnst á er auga í fellibyljum gjarn- an 20 - 40 km í þvermál, en fer niður fyrir 20 krn í þeim öflugustu. Efstu ský fellibylsins eru gjarnan í 12 til 15 km hæð, en öll hringrásin nær heldur hærra og í undantekningartilvikum yf- ir 20 km. Hér má minna á að veðra- hvörfin, sem hér á norðurslóðum eru gjarnan í 7-9 km hæð, eru mun hærra yfir hitabeltinu, oft 17-18 km. FELLIBYLJIR Á NORÐURSLÓÐUM Áður er á það minnst hvernig felli- byljir eyðast yfir landi og hvernig þeir þola ekki að lenda í vestanvindabelt- inu. Hér er ekki ætlunin að skýra lægðamyndun á norðurslóðum, þó er rétt að minna á að lægðir verða hvað öflugastar þegar mjög hlýtt loft streymir til norðurs austan eða suð- austan við lægðarmiðjuna, en jafn- framt streymir mjög kalt loft til suðurs vestan við lægðarmiðjuna. Stundum gerist það að mjög hlýtt loft umhverfis fellibyl lendir inn í slíkri hringrás á heppilegum stað og tíma. Ef fellibyl- urinn er stór getur þessi orkuviðbót orðið til þess að fárviðri hans haldi áfram í nýju lægðinni. Auk þess sem loftið er mjög hlýtt er það líka mjög rakt þannig að það ber í sér verulegt „fóður“ fyrir nýju lægðina. Nýja lægð- in nýtur einnig góðs af hringhreyfingu fellibylsins. U.jr.b. 3 til 5 fellibyljir og hitabelt- islægðir berast árlega inn á norðanvert Atlantshaf. Venjulega verður einhver þeirra að öflugri Iægð, en flestir hverfa eða verða að grunnum lægð- um. Á síðustu 100 árum eða svo hafa sennilega 10-15 lægðir af fellibyljaætt- um valdið einhverju tjóni hérlendis, en flestar þó litlu. Þrjár lægðir hafa valdið verulegu tjóni á þessum árum. Það var hinn 20. sept. 1900, 13. sept 1906 og 24. sept. 1973. Hugsanlegt er að fárviðrið 16. sept. 1936 hafi einnig verið af slíkum uppruna. Líkurnar á að einn einstakur fellibylur valdi veru- legu tjóni hérlendis eru því sáralitlar. Sennilega hafa 300 til 500 hitabeltis- lægðir og fellibyljir komið inn á norð- anvert Atlantshaf síðustu 100 árin. Sé lægri talan valin kemur í ljós að aðeins 1% þeirra hefur valdið verulegu tjóni. Flestar hitabeltislægðir komast aldrei á norðurslóð. Ef tjón í Bandaríkjun- um er nefnt í fréttum eru Iíkur á að tjón verði hér af völdum sama fellibyls nánast engar, því tjón verður helst á landi og land er fellibyljum yfirleitt banvænt. Fellibylurinn Ellen sem kom hér haustið 1973 hafði þannig ekki valdið neinu tjóni fyrr en hér því hann hafði hvergi komið nálægt landi. 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.