Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 28
biskups góða: „Og þann vetur hljóp skriða austur í Geitdal og týndust átján menn“ (Sturlunga saga bls. 117). Kon- ungsannáll og Flateyjarannáll nefna einnig Geitdalsskriðuna og segja að hún hafi orðið árið 1185 en nefna ekki mannskaða. Flestir sem um málið hafa skrifað telja að Haugahólar séu kveikjan að frásögninni í Landnámu. Sveinn Páls- son nefnir það t.d. eins og sjálfsagðan hlut, í dagbók sinni frá 30. ágúst 1794, að hólarnir hafi myndast skömmu eft- ir landnámstíð af framhlaupi úr fjall- inu austan dalsins, - „og munu þau verksummerki sjást meðan heimur byggist“, - segir hann (Sveinn Pálsson 1945, bls. 375). Kristian Kálund sem ferðaðist um ísland á árunum 1872 - 1875 og skoð- aði sögustaði fornsagnanna segir um Skriðdal (í þýðingu Haraldar Matthí- assonar): „Lítið vatn er upp í dalnum, Skriðuvatn, en fyrir norðan það er mikil skriða, sem hefurfyllt allan aust- urhluta hlíðarinnar með grjóthrúgu- öldum og hólum. Greinilega sést mik- ið gil ífjallinu fyrir ofan, og er skriðan sennilega komin þaðan. Nafn dalsins og vatnsins er augljóslega af skriðunni dregið. Líklegast er að þetta sé sú skriða sem Landnáma á við þar sem Hrafnkell bjargaðist frá skriðu í Skriðudal.......Munnmæli vita þó ekkert um þetta, en tengja skriðuna sögu um biskup sem áði hér, en hrafn varaði hann við, en hann skildi mál hans og flýtti sér til tjalds síns hinu megin árinnar“. (Kálund 4. bindi, bls. 36). Þorvaldur Thoroddsen kom í Skrið- dal í ferðum sínum 1882 og 1894. Hann skoðaði Haugahóla (sem hann kallar Skriðdalshauga) og komst að annarri niðurstöðu en Sveinn Pálsson og Kálund, segir þá vera ævaforna jökulruðningsmela en ekki fram- hlaupshóla. Þessi skoðun Þorvaldar var lengi tekin góð og gild, slíkur höf- uðpostuli sem hann var, og er enn, í íslenskum jarðfræðum. Frásögn Land- námu var því vísað á bug sem hverri annarri þjóðsögu (sbr. Jón Jóhannes- son 1950, bls. XLII og Gunnar Gunn- arsson 1944, bls. 116). Síðari tíma athuganir, og einkum rannsóknir Ólafs Jónssonar (1957, 1976) hafa vikið kenningu Þorvalds Thoroddsens til hliðar og skipað Haugahólum á bekk með mestu fram- hlaupum á Islandi, en landnámurit- arinn hefur ekki enn fengið uppreisn sinnar æru, því flest bendir til að hlaupið sé miklu eldra en landnám. Ólafur taldi þó landnámuritara það til málsbóta að frásögnin sýni að hann hafi gert sér ljósa grein fyrir uppruna og eðli eðli hólanna „og mun Ijósari heldur en sumir frœðimenn hafa gert löngu síðar“ (Ólafur Jónsson 1957, bls. 206). Síðustu orðin eru auðvitað skeyti á skoðanir Þorvalds. FRAMHLAUP ÚR HALLBJARNARSTAÐATINDI En er það n.ú alveg víst að Land- námufrásögnin sé tilhæfulaus þjóð- saga? Haugahólar eru hvergi nefndir á nafn í henni og þess vegna getur hún vel átt við eitthvert annað framhlaup eða skriðufall. Ólafur Jónsson (1957, 1976) hefur lýst Haugahólahlaupinu svo ekki verður um það bætt hér. Þeir hafa hlaupið úr Haugafjalli og mynda hólaþyrpingu þvert um dalinn. Ólafur getur þess einnig, að framhlaup, eitt eða fleiri, hafi fallið úr Hallbjarnar- staðatindi, næsta fjalli utan við Haugafjall og e.t.v. skarist urðir þess- ara hlaupa við Haugahóla en það auðnaðist honum ekki að kanna nán- ar. Ég hef skoðað þessi framhlaup og svo virðist sem tvö hafi orðið úr 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.