Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 20
ELDFJÖLLIN Á HAWAII Megineinkenni eldvirkninnar á Hawaii er að þar gýs nær eingöngu basalt- kviku. Eyjan er því byggð upp úr hraunlögum, líkt og mestur hluti íslands. Hawaii er einungis um 11.000 km2 að flatarmáli. Þar eru fimm eldfjöll. Aðeins eitt þeirra er talið vera útdautt, en það er Kohala, sem síðast gaus fyrir um 60.000 árum. Rof hefur þegar sett einkenni á útlit Kohala. Næst elst er Mauna Kea. Þar gaus síðast fyrir 3.000 árum. Hualalai, sem sést á meðfylgjandi mynd, er hið þriðja í aldursröðinni. Þar hefur gosið einu sinni síðan eyjarnar fundust af hvítum mönnum fyrir rúmum tveim öldum. Það gos var árin 1800-1801. Næst yngst er Mauna Loa og yngst og syðst er Kilauea. Þau eru bæði mjög virk. Mauna Kea (Hvítafjall) og Mauna Loa (Langafjall) eru stærst þessara eldfjalla. Þau rfsa bæði upp af rúmlega 5 km djúpum sjávarbotni og skaga þar til viðbótar rúma 4 km upp í andrúmsloftið. Þau reiknast því vera stærstu eldfjöll jarðarinn- ar. Kilauea er talið vera virkasta eldfjall á jörðinni. Þar hefur á síðustu tveim öldum mun oftar verið gos í gangi eða önnur kvikuvirkni nærri yfirborðinu, en að þar hafi allt verið með kyrrð og spekt. Sjötta virka eldfjallið er reyndar til staðar, en það er neðansjávar, rétt undan suðurströnd eyjunnar. Það kallast Loihi. Þetta eldfjall er að byggja sig upp af hafsbotninum og er enn einungis tiltölulega lítið, vantar enn um 1000 m í að ná til yfirborðs. Það á því langt í land með að verða slíkur risi meðal eldfjalla sem nágrannar þess eru. Öll hawaiiísku eldfjöllin eru dyngjur, sem byggst hafa upp við síendurtekna gosvirkni. Gosin eru basaltgos og eiga sér stað á sprungum sem skerast í gegn um dyngjurnar sem sprungurein eða þrí- til ferarma sprungustjarna. Þessi gos verða bæði úti á flönkum dyngjanna og inni í öskjunni, sem er í toppi dyngj- anna á meðan þær eru virkastar. Ljósm. Páll Imsland. Páll Imsland Náttúrufræöingurinn 60 (2), bls. 74, 1990. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.