Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 44
heldur lengri (2,3-3,0 mm) og með
breiðari afturbol (1,4-1,9 mm) en karl-
dýrin (lengd 2,1-2,6 mm, breidd aftur-
bols 1,3-1,5 mm). Annars eru kynin
mjög áþekk í útliti en þau þekkjast í
sundur á ólíkum kynfærum. Kven-
lýsnar verpa eggjum og líma þau við
hár selsins með sérstöku efni sem
kemur úr kirtli á afturbol. Nitin er
0,93 mm löng og 0,46 mm breið. Á
þeim enda nitarinnar sem ekki er fest-
ur við hár eru 7-8 lítil öndunarop
þannig að loft getur streymt að og frá
lúsarfóstrinu sem lokað er inni í nit-
inni. Myndbreyting er ófullkomin hjá
lúsum, þ.e. ungviði sem klekst úr nit
líkist foreldrunum en er smávaxnara.
Ungviðið byrjar strax að sjúga blóð og
hefur þrisvar hamskipti áður en það
nær fullorðinsstigi (Scherf 1963). Ekki
er vitað hversu langan tíma það tekur
tegundina að þroskast frá eggi til full-
orðinsstigs. Hjá skyldri soglúsarteg-
und, Antarctopthirius callorhini, sem
sníkir á alaska-loðsel (Callorhinus
ursinus L., 1758) og hefur verið rann-
sökuð ítarlega (Kim 1975) tekur lífs-
ferillinn 18 til 20 daga við 10°C loft-
hita. Eggin klekjast á u.þ.b. 7 dögum.
Ungviðið hefur þrisvar hamskipti og
þroski milli hamskipta tekur þrjá til
fjóra daga.
Selalúsin verður að geta lifað bæði
á þurru landi og á kafi í sjó eða vatni.
Slíkt krefst margvíslegra aðlaganna,
s.s. að halda sér tryggilega fastri í
feldi sela sem aðra stundina velta sér
og brölta um á þurru landi en hina
kafandi í sjó, blautir inn að skinni.
Einnig þarf að koma í veg fyrir súr-
efnisskort þegar kafað er. Líkams-
bygging selalúsarinnar ber þess glögg
merki að hún er vel aðlöguð lífi á sel-
um. Fætur hennar hafa aðlagast því
að þurfa að halda sér fastri í snögg- og
gishærðum feldi selsins og að klifra frá
einu hári til annars þannig að lúsin
geti fært sig um set á selnum eða yfir á
annan (Scherf 1963).
Einkar fróðlegt er að athuga hvern-
ig selalúsinni auðnast að komast hjá
köfnun þegar hún er undir yfirborði
sjávar. Lengi vel var talið að hár á yf-
irborði (2. mynd) þjónuðu því hlut-
verki að halda föstum loftbólum um-
hverfis lúsina þegar selurinn væri í
kafi (Mohr 1952). Nú er talið líklegast
að loftæðakerfi þeirra rúmi svo mikið
magn af lofti að það dugi til öndunar
meðan hýsillinn heldur sig í vatninu.
Á meðan hægir á allri líkamstarfsemi
lúsarinnar sem jafnframt heldur kyrru
fyrir og minnkar þar með hættu á því
að hún missi tökin. Vel þróað loft-
lokukerfi við yfirborð lúsarinnar kem-
ur í veg fyrir að loftið leiti út úr loft-
æðakerfinu þegar selurinn er í sjónum
(Scherf 1963).
Lítið er vitað um skaðleg áhrif sela-
lúsarinnar á hýsilinn en líklega eru
þau bagalegri eftir því sem lýsnar eru
fleiri. Lúsunum getur fjölgað afar
hratt, einkum ef selurinn er á ein-
hvern hátt lasburða eða sjúkur
(Reijnders o.fl. 1981). Selalýs fundust
á 114 selshræjum af 509 sem rak á land
á vesturströnd Schleswig-Holstein um
sumarið og fyrri hluta hausts 1988
þegar selafárið sem minnst var á fram-
ar í greininni var í hámarki (G.
Heidemann, munnl. uppl.). Mest
fundust ríflega 500 lýs á einum sel
(Weber 1988). Heimildir eru þó um
ennþá meiri fjölda lúsa. Conlouge og
Foreyt (1980) athuguðu landsel sem
rekið hafði á fjöru í Virginíufylki í N-
Ameríku og fundu á honum rúmlega
10.000 lýs. Þær voru staðsettar á neð-
anverðum hálsi, umhverfis kynop og á
afturhreifum. Fjöldi lúsa var að með-
altali 51/cm2 og alls héldu þær sig á um
200 cm2 svæði á yfirborði selsins. Þessi
svæði voru að mestu hárlaus og héngu
lýsnar fastar á hörundi selsins.
98