Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 9
TÖLUR UM FELLIBYLJI - FLOKKUN FELLIBYLJA Þrýstingur í fellibyljum á Atlants- hafi fer sjaldan niður fyrir 940 mb, þó metið sé mun neðar eða 888 mb (í fellibylnum Gilbert 1988). í Kyrrahafi eru skilyrðin betri, bæði eru fellibyljir fleiri en í Atlanshafi og þeir verða dýpri. Lægsti þrýstingur sem vitað er um mældist í fellibylnum Tip 1979 (870 mb) og er það jafnframt lægsti þrýstingur sem vitað er um við sjávar- mál á jörðinni. Fellibyljir eru um 20 á ári að jafnaði á vestanverðu Kyrrahafi norðan mið- baugs, en 8 til 10 á því austanverðu. A Atlantshafi er meðaltalið um 6 á ári. Fellibyljir eru einnig nokkuð algengir á Indlandshafi, bæði norðan og sunn- an miðbaugs og á Kyrrahafi sunnan miðbaugs. Flestar skráðar hitabeltis- lægðir á Atlantshafi á einu ári eru 21, en það var árið 1933. Árið 1969 urðu alls 12 hitabeltislægðir að fellibyljum á Atlantshafi, en árin 1907 og 1914 er ekki vitað um neina. Lífseigasti felli- bylur sem vitað er um á Atlantshafi er Ginger 1971, sem taldist fellibylur í 20 daga og hitabeltislægð í aðra 9 til við- bótar. Sleppi fellibylur norður fyrir 50. breiddarbaug er venjulega hætt að telja. Fellibyljatíminn á Atlantshafi stendur venjulega frá byrjun ágúst fram í miðjan október. Stundum verða þó til fellibyljir utan þessa tíma. Sá fyrsti sem vitað er um síðla vetrar varð til 7. mars, en hinn síðasti að hausti 31. desember. Mest er vitað um fjóra fellibylji samtímis á Atlantshafi. Vegna þess hve auga fellibyls er lít- ið eru líkur á að einhver ákveðinn staður verði fyrir fellibyl í versta ham mjög litlar. Smáeyjar Karabíska hafs- ins geta þannig sloppið áratugum sam- an. FELLIBYLJASPÁR Eins og oft kemur fram af fréttum er mjög erfitt að spá fyrir um braut fellibyls. Á eyjum Karabíska hafsins svo og í Kyrrahafinu eru forn veður- merki mjög í heiðri höfð. Einkum er fylgst vel með briminu við ströndina sem er yfirleitt mjög reglulegt. Ef hljóðið breytist og ef tíminn milli brota breytist geta veðrabrigði verið í nánd. Einnig er mjög vel fylgst með skýjafari. Loftþrýstingur er mjög stöð- ugur á þessum slóðum, yfirleitt milli 1010 og 1025 mb. 1 Karabíska hafinu og reyndar víðar nota menn nokkuð sérstaka loftvog, svokallaðan stormsvan. Þetta er glerpípuútbúnaður með vatni í. í stormsvaninum er rými með innilok- uðu lofti sem vatn hindrar að komist út. Svo lengi sem loftþrýstingur er hár eða breytist lítið, helst vatnið í pípun- um, en þegar þrýstingur fellur þenst innilokaða loftið út og þrýstir vatni út um háls svansins, sem þannig varar við lækkandi loftþrýstingi með því að gusa vatni útúr sér. Almenningur gerir sér oft litla grein fyrir umfangi fellibylja og margir trúa því ekki hversu alvarlegt fyrirbrigði er hér um að ræða. Þetta gerist ekki síst fyrir það að nauðsynlegt er að vara við á miklu stærri svæðum en síðan verða fyrir tjóni og því verður oft minna úr en fjölmiðlar gáfu til kynna að orðið gæti. Árið 1938 fór allöflugur fellibylur yfir norðausturríki Banda- ríkjanna. Þá fórust um 600 manns. Af þessum 600 voru allmargir sem höfðu farið gagngert niður á strönd til að sjá fellibyl koma að landi. Á undanförn- um árum hefur heldur dregið úr manntjóni af völdum fellibylja í Bandaríkjunum en eignatjón hefur farið heldur vaxandi. Manntjón er oft mikið í öðrum heimshlutum af völd- um fellibylja og minnast margir stór- 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.