Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 41
1. mynd. Kvendýr hjartaormsins Dipetalonema spirocauda. Ormurinn fannst í hjarta landsels í Faxaflóa. A female heartworm Dipetalonema spirocauda. The specimen was collected from the heart of a harbour seal from Faxaflói, W-lceland. Ljósm. photo Karl Skírnisson. dýra. Þar af eru þrjár tegundanna sníkjudýr í rándýrum (Anderson 1959, Perry 1967). Utbreiðsla D. spirocauda er bundin við norðurhvel jarðar. Ormurinn hef- ur til þessa fundist í landselum bæði við strendur Kyrrahafsins og í Atl- antshafi. Auk þess sníkir hann í hringanóra, blöðrusel, kampsel og beltanóra (Histriophoca fasciata Zim- mermann, 1783) (Taylor o.fl. 1961, Helle og Blix 1973, Dunn 1976, Eley 1981). Engar heimildir hafa fundist um að ormurinn sníki í útsel. Önnur þráð- ormstegund (Dirofilaria immitis Leidy, 1856) sníkir í hjörtum landsela við strendur N-Ameríku en hún hefur ekki fundist í landselum við strendur Evrópu (Taylor 1961, Weber 1988). I selunum halda fullorðnú ormarnir til í lungnaslagæð og í hægri helmingi hjartans. Þeir finnast oftast í hægri gátt hjartans en stundum einnig í hægra hvolfi. Karlormar verða allt að 9 cm langir en kvenormar allt að 17 cm (1. mynd). í legi kvenorma skríða svonefndar forlirfur (microfilaríae) úr eggjunum og berast þær beint út í blóðrás selsins þar sem þær lifa án þess að þroskast frekar. Lengd forlirfa er á bilinu 266- 302 pm (Geraci o.fl. 1981). Snemma voru leiddar að því líkur (Wiilker 1930) að forlirfurnar þroskuðust í fyrsta, annars og smithæfar þriðja stigs lirfur í selalúsinni E. horridus. Þrátt fyrir skipulega leit tókst hvorki Taylor o.fl. (1961) né Dunn og Volke (1976) að finna forlirfur eða fyrsta til þriðja stigs lirfur hjartaormsins í sela- lúsum. Það var ekki fyrr en árið 1981 að fyrst tókst að staðfesta þátt selalús- arinnar í lífsferli hjartaormsins þegar Geraci og samstarfsmönnum hans 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.