Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 41

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 41
1. mynd. Kvendýr hjartaormsins Dipetalonema spirocauda. Ormurinn fannst í hjarta landsels í Faxaflóa. A female heartworm Dipetalonema spirocauda. The specimen was collected from the heart of a harbour seal from Faxaflói, W-lceland. Ljósm. photo Karl Skírnisson. dýra. Þar af eru þrjár tegundanna sníkjudýr í rándýrum (Anderson 1959, Perry 1967). Utbreiðsla D. spirocauda er bundin við norðurhvel jarðar. Ormurinn hef- ur til þessa fundist í landselum bæði við strendur Kyrrahafsins og í Atl- antshafi. Auk þess sníkir hann í hringanóra, blöðrusel, kampsel og beltanóra (Histriophoca fasciata Zim- mermann, 1783) (Taylor o.fl. 1961, Helle og Blix 1973, Dunn 1976, Eley 1981). Engar heimildir hafa fundist um að ormurinn sníki í útsel. Önnur þráð- ormstegund (Dirofilaria immitis Leidy, 1856) sníkir í hjörtum landsela við strendur N-Ameríku en hún hefur ekki fundist í landselum við strendur Evrópu (Taylor 1961, Weber 1988). I selunum halda fullorðnú ormarnir til í lungnaslagæð og í hægri helmingi hjartans. Þeir finnast oftast í hægri gátt hjartans en stundum einnig í hægra hvolfi. Karlormar verða allt að 9 cm langir en kvenormar allt að 17 cm (1. mynd). í legi kvenorma skríða svonefndar forlirfur (microfilaríae) úr eggjunum og berast þær beint út í blóðrás selsins þar sem þær lifa án þess að þroskast frekar. Lengd forlirfa er á bilinu 266- 302 pm (Geraci o.fl. 1981). Snemma voru leiddar að því líkur (Wiilker 1930) að forlirfurnar þroskuðust í fyrsta, annars og smithæfar þriðja stigs lirfur í selalúsinni E. horridus. Þrátt fyrir skipulega leit tókst hvorki Taylor o.fl. (1961) né Dunn og Volke (1976) að finna forlirfur eða fyrsta til þriðja stigs lirfur hjartaormsins í sela- lúsum. Það var ekki fyrr en árið 1981 að fyrst tókst að staðfesta þátt selalús- arinnar í lífsferli hjartaormsins þegar Geraci og samstarfsmönnum hans 95

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.