Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 39
Karl Skírnisson og Erling Ólafsson Sníkjudýr í selum við Island með umfjöllun um hjartaorminn Dipetalonema spirocauda og selalúsina Echinopthirius horridus INNGANGUR Tvær tegundir sela, landselur (Phoca vitulina L., 1758) og útselur (Halichoerus grypus Fabricius, 1791) lifa að staðaldri við strendur íslands. Fjórar aðrar tegundir, vöðuselur (Pagophilus groenlandicus Erxleben, 1777), hringanóri (Pusa hispida Schreber, 1775), blöðruselur (Cystop- hora cristata Erxleben, 1777) og kampselur (Erignathus barbatus Erx- leben, 1777) eru reglulegir gestir en fimmta tegundin, rostungur (Odoben- us rosmarus L., 1758) sést sjaldnar hér við land. King (1964) sýnir útbreiðslu þessara tegunda, en þær lifa allar ein- ungis á norðurhveli jarðar. Fimm undirtegundum landsels hef- ur verið lýst. Tvær þeirra (P.v. largha og P. v. geronimensis) lifa við strendur Kyrrahafs en þrjár (P.v. concolor, P.v. richardii og P.v. vitulina) við strendur Atlantshafs. Aðskildir stofn- ar útsels lifa sitt hvorum megin Atl- antshafs (King 1964). Erlendis hafa fjölmargir aðilar feng- ist við rannsóknir á sníkjudýrum sela (sjá t.d. Margolis 1956, Sprehn 1966, Reijnders o.fl. 1981, Weber 1988). Yf- irlit yfir sníkjudýr í selum er að finna í King (1964). Heimilda um sníkjudýr í selum frá íslandi er getið í Töflu 1. í þessari grein er yfirlit yfir tegundir sníkjudýra í selum hér við land. Getið er fjögurra tegunda sem ekki hafa fundist hér áður. Tvær þeirra, selalús- in (Echinopthirius horridus Olfers, 1816) og hjartaormurinn (Dipetalon- ema spirocauda Leidy, 1858) fá nánari umfjöllun. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Á tímabilinu frá október 1988 til janúar 1990 gekkst annar höfundur greinarinnar (K.S.) fyrir margvíslegri sýnatöku úr 15 landselum (10 urtum, 5 brimlum), tveimur útselum (kyn- þroska urtum) og einum hringanóra (ungri urtu) frá Islandi. Sýnunum var safnað fyrir nokkra erlenda rann- sóknaraðila, m.a. til að mæla mótefni gegn svonefndri selafársveiru (Phoci- ne Distemper Virus, PDV) í blóði hér- lendra sela. Auk þess voru tekin ör- veru- og vefjasýni til samanburðar- rannsókna við sýni úr selum sem drápust í miklum faraldri við strendur V-Evrópu á tímabilinu frá apríl 1988 fram eftir árinu 1989 (Osterhaus o. fl. 1988, Heidemann og Schwarz 1989, Harwood o. fl. 1989). Samtímis sýna- töku var leitað að sníkjudýrum í melt- ingarfærum, lungum og hjarta sel- anna. Þráðormar sem fundust í melt- ingarvegi voru ekki greindir til tegunda. Náttúrufræöingurinn 60 (2), bls. 93-102, 1990. 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.