Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 31
1. tafla. Magn gosefna í Heklugosum á 20. öld. Heklugos Gjóska, km’ Hraun, km3 1991 0,02 0,15 1980-81 0,06 0,15 1970 0,07 0,2 1947-48 0,21 0,8 km) fellur þykktarás gjóskulagsins t.d. vel að þéttasta hluta gosmakkar- ins á veðursjármyndum frá fyrstu þrem klukkustundum gossins. Vitað er að þá var gjóskufall á þessu svæði langmest. Eftir það er gosmökkurinn „þynnri“ og tengsl við dreifingu gjósk- unnar ekki jafn skýr. Eftir er að vinna betur úr þessum gögnum, en svo virð- ist sem snið gegnum gosmökkinn í þessari hæð geti gefið allgóða mynd af gjóskufalli við jörð. VARÐVEISLA Fijótlega varð ljóst að þetta litla gjóskulag myndi varðveitast illa. Sunnan jökla leit í fyrstu út fyrir að gjóskulagið myndi geymast í snjó og varðveitast þannig til vors og hugðu sumir gott til glóðarinnar að geta fylgst með hvernig það kæmi undan snjó og breyttist með tíma. Hinn 20. janúar hlánaði og hélst svo næstu daga. Rúmri viku eftir að gosið hófst var jörð orðin auð að 8/10 í Sandafelli (450 m y.s.) vestan Þjórsár og um mánaðamótin víðast hvar neðan 400 m y.s. á Heklusvæðinu, en krap og blautur snjór lá enn þar sem hærra var. Þá lá gjóskan á yfirborði á stórum blettum, ýmist á auðri jörð eða á blautum snjó. Hinn 3. febrúar gerði eitt mesta stórviðri á þessari öld svo að víða um land urðu miklar skemmdir á mann- virkjum. I þessu veðri reif gjóskuna sumstaðar svo gjörsamlega af blettum þar sem hún lá á yfirborði að ekki var hægt að sjá að þar hefði fallið gjóska hálfum mánuði fyrr. Þegar meira bráðnaði af snjó í þíðunni næstu daga mátti víða sjá gjóskubletti með skalla í miðju þar sem autt var 3. febrúar. Fokið safnaðist í skára þar sem hlé var og varð oft miklu þykkara en upp- haflega gjóskulagið. Við Skjaldbreið á Landmannaleið var foklagið t.d. tvisvar til þrisvar sinnum þykkara en gjóskulagið sjálft á allstóru svæði. Þar getur gjóskan því orðið fjórfalt þykk- ari á köflum en í upphafi vegna þessa eina óveðurs. Þegar snjóa var að leysa um vorið lá gjóskan lengi á yfirborði þykkra skafla í slökkum og dældum, a.m.k. eftir að komið var upp fyrir 400 m y.s. A þess- um sköflum mynduðust gjarnan pýra- mídalöguð dríli, yfirleitt nokkrir cm á hæð en þau stærstu allt að 10 cm há (á við staði þar sem gjóskan var þynnri en 0,5 cm). Gjóskan á þessu toppótta yfirborði varð misþykk og þegar skafl- arnir hurfu lá hún í litlum flekkjum eða hrúgum á jörðinni og svo til auðar rendur á milli. Á svæði þar sem reikn- uð meðalþykkt gjósku var tæplega 0,2 cm voru flekkirnir frá 20 upp í 1000 cm2 (frá 4x5 cm upp í 25x40 cm) að flatarmáli. Að áliðnu sumri myndaði gjóskan enn samfellt lag á jafnsléttu þar sem upphafleg þykkt var meiri en 4-5 cm, en þar sem hún hafði verið þynnri en 2 cm var hún sumstaðar alveg horfin. Á gróðurlausum svæðum gat verið erfitt að finna nokkurn vott, en þar sem nægur gróður var sat gjóskan í grasrótinni. Það er því þegar ljóst að gjóskulagið varðveitist illa, en hug- myndin var sú að fylgjast með breyt- ingum á því í nokkur ár. Reyndar hafa upplýsingar um þetta gjóskulag takmarkað gildi fyrir túlkun á eldri 173
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.