Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 32
gjóskulögum á sama svæði þar sem varðveisluskilyrði voru allt önnur. Gróðurlendi hefur breyst mikið og stórir hlutar þess eyðst á síðustu öld- um á þessum slóðum, samanber ör- nefni eins og Árskógar þar sem nú eru örfoka hraun milli Valafells og Þjórsár. Á Norðurlandi féll gjóskan á hjarn eða auða jörð. Hvasst var meðan á gjóskufallinu stóð og gjóskan safnað- ist strax í ójöfnur í snjónum eða fauk út á auða jörð. í þíðunni frá og með fimmta gosdegi fauk hún og skolaðist til í rigningum og sér nú lítið af henni. Hekla sjálf var kolsvört að sjá fram eftir sumri 1991. Allstór dríli mynduð- ust þegar snjórinn undir gjóskunni var að bráðna og þau stærstu urðu allt að hálfur metri á hæð samkvæmt upplýs- ingum Sigmundar Einarssonar jarð- fræðings. Seinni hlutann í júlí fóru að myndast bogadregin hvít ör í gjósku- huluna í norðvesturhlíðinni og vissi boginn upp. Svo virtist, séð í kíki, sem þykkir flekar af snjó hefðu losnað og skriðið undan halla spölkorn niður hlíðina. Vafalítið hefur gjóskuhulan hamlað því að snjórinn undir bráðnaði með eðlilegum hætti uns hann varð svo blautur og kramur að hann seig af stað undan eigin þunga. SAMANTEKT Fyrsta sýnilega merki um gos var gosstrókur sem reis hratt upp frá fjall- inu rétt eftir kl. 17 hinn 17. janúar. Hann var hvítur á lit í fyrstu, líklega vatnsgufa að mestu, en dökknaði strax á fyrstu mínútunum. Litarbreyt- ingin stafaði af gjósku sem byrjaði að myndast þegar á fyrstu mínútum gossins. Gosmökkurinn sást glöggt í veðursjá Veðurstofu Islands og hægt var að fylgjast með breytingum á hæð, stefnu, stærð, lögun og þéttleika hans. Hann var kominn í a.m.k. 11,5 km hæð um 10 mínútum eftir að gos hófst. Af frásögnum sjónarvotta virðist ljóst að fyrsta klukkutímann hafi eingöngu gosið á sprungu(m) við Axl- argíginn á suðvesturöxl Heklu. Upp úr kl. 18 hafi byrjað að gjósa sunnan í fjallinu, rétt á eftir á suðvesturhluta Heklugjár og síðan í austurhlíð fjalls- ins. Samkvæmt því má ætla að gjósk- an sem kom upp fyrsta klukkutím- ann hafi aðallega komið úr sprung- um við Axlargíginn á suðvesturöxl Heklu, en næstu klukkutímana hafi gjóska jafnframt komið upp á suðvest- urhluta Heklugjár og sprungum í aust- urhlíðinni. Langmest kom upp af gjósku fyrstu 2-3 klukkutíma goss- ins. Gjóskan sem myndaðist fyrsta gos- daginn barst til norðnorðausturs yfir Landmannaafrétt, Gnúpverjaafrétt, Holtamannaafrétt, Þjórsárver, Hofs- jökul, Eyjafjarðardal, Bárðardal, Mývatnssveit, Öxarfjörð, Melrakka- sléttu og Þistilfjörð. Gjóskufall byrj- aði upp úr kl. 18 við Hrauneyjafoss- virkjun og litlu síðar við Sigölduvirkj- un. Um kl. 20 byrjaði gjóskufall í Eyjaijarðardal og um kl. 20.30 í Bárð- ardal. í Öxarfirði féll gjóska milli kl. 22 og 23, á Raufarhöfn milli kl. 22.30 og 24 og í Þistilfirði um kl. 24. Megin- stefna gjóskugeirans sem myndaðist fyrstu klukkustundirnar er N30°A en sunnan jökla hefur þykktarásinn þó norðlægari stefnu. Meðalhraði gjósk- unnar var um 60 km á klst. Aðaleinkenni gjóskugeirans er hve hann er mjór og gjóskulagið þunnt. Gjóskufalls varð vart á um 21.000 km2 svæði fyrsta gosdaginn (3. mynd) en á næstu þremur dögum varð gjósku vart á miklu stærra svæði. Fyrsta hálfa sól- arhringinn féllu um 22 milljónir m3 af gjósku en magnið sem féll eftir það 174
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.