Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 38
Suðurlands- Eystragosbcltið m Flank zone
skjálftabéltið
2. mynd. Gosbelti íslands og skipting þeirra í rekbelti og jaðarbelti. The classification of
the volcanic zones of Iceland into rift zone and ftank zones. Also shown are the Tjörnes
Transform Zone and South Iceland Seismic Zone.
Reykjaneshrygg gerist mjög hægt og
taki nokkrar milljónir ára. Þess er því
ekki að vænta að þeirra verði vart á
mælikvarða mannsævinnar.
Megineldstöðvar í rekbeltinu ann-
ars vegar og í jaðarbeltunum hins veg-
ar eru ólíkar. í rekbeltinu er jarð-
skorpan tiltölulega þunn og sígur und-
an fargi gosefnanna sem upp koma.
Því verða eldstöðvar þar fremur lág-
reistar. í jaðarbeltunum er yfirleitt
þykk eldri skorpa sem getur borið
stærri eldfjöll, t.d. Eyjafjallajökull og
Öræfajökull. Hekla situr vestast í
miðju Eystragosbeltinu og hefur ein-
kenni bæði megineldstöðva rekbeltis-
ins og jaðarbeltanna. í Eystragosbelt-
inu austan og sunnan við Heklu eru
megineldstöðvarnar Tindfjöll, Eyja-
fjallajökull, Katla, Torfajökull og
Vestmannaeyjar (3. mynd). Megin-
eldstöðvarnar Tindfjöll og Eyjafjalla-
jökull eru teygðar í stefnu austur-vest-
ur og hafa því sömu stefnu og Suður-
landsskjálftabeltið. Katla er teygð í
meginstefnu gosbeltisins, þ.e. norð-
austur-suðvestur, og í Vestmannaeyj-
um koma báðar stefnurnar fram.
Torfajökulseldstöðin hefur nokkuð
óvenjulega stöðu. Hún er gömul og
þroskuð og virðist teygð í stefnu aust-
ur-vestur (Kristján Sæmundsson
1982). Vesturhluti Torfajökluseld-
stöðvarinnar virðist vera nokkuð gam-
all og eldvirkni er þar nú lítil.
Sprungureinin frá Bárðarbungu,
Veiðivatnareinin, gengur inn í vestur-
hluta megineldstöðvarinnar.
STAÐA HEKLU í EYSTRA-
GOSBELTINU
Hekla hefur löngum verið flokkuð
sem eldhryggur og er ein síns liðs í
þeim flokki. Þessa sérstöðu fjallsins
má skýra af legu þess í Eystragosbelt-
inu. Þar sem Suðurlandsskjálftabeltið
180