Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 43
6. mynd. Hekla séö úr vestri. Augljóst er hvernig móbergshryggirnir suðvestan hennar
eru endasleppir í átt að tjallinu. Hekla viewed from the west. Curtailed ridges southwest
of the volcano are obvious. Mynd photo Oddur Sigurðsson.
Eystragosbeltinu, að Heklu og Vest-
mannaeyjum undanskildum. Reyndar
er askjan í Eyjafjallajökli mjög lítil. í
nýlegri grein (Haukur Jóhannesson og
Sigmundur Einarsson 1990) hafa verið
leidd rök að því að askja sé líka í
Heklu (4. mynd). Helstu rök fyrir því
eru eftirfarandi:
1. Móbergsmyndanir eru allt um-
hverfis Heklu en í fjallinu sjálfu og
næsta nágrenni þess vantar þær nær
alveg. Eldvirkni er ávállt mest í miðju
eldstöðvakerfis og þar er upphleðslan
áköfust. í öllum öðrum sambærilegum
eldfjöllum á Islandi rísa móbergsfjöll
og hnúkar hæst í miðju eldstöðvakerf-
isins og er Hekla eina undantekningin
frá því.
2. Móbergshryggir suðvestan og
norðaustan Heklu, í framhaldi af
Heklugjá, hækka í átt að fjallinu en
eru einkennilega endasleppir skammt
frá rótum þess (5. og 6. mynd).
3. A tveimur stöðum í næsta ná-
grenni Heklu eru spildur sem virðast
snaraðar og liggja í boga. Annars veg-
ar eru Móhnúkar, lítil móbergsfell
vestan og norðvestan við Litlu-Heklu
(7. mynd), og hins vegar gígaröð,
hálfkaffærð af ösku og hraunum, aust-
an Rauðkembinga í átt að Krakatindi.
4. Benda iná á að þar sem Heklugjá
sker ætlað öskjubrot eru gosefnin fjöl-
breyttari en á öðrum hlutum hennar.
Þar ber mikið á alls kyns framand-
steinum og virðast þeir vera mikill
hluti þess efnis sem upp kcmur. Þarna
kennir ýmissa grasa og finnst m.a.
gabbró, granófýr, flikruberg og bik-
steinn, auk móbergs- og hraunmola.
185