Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 52
slíku. Á það er og að líta að vitneskja annálaritara um svo staðbundna hluti hlýtur að byggjast á athygli heima- manna, sem að sjálfsögðu er misglögg eftir einstaklingum á hverjum tíma. Enn má nefna að það heyrir til und- antekninga að tvö eða fleiri Heklugos beri upp á fullorðinsár eins og sama manns, þar til nú á síðastliðinni aldar- helft. Af sömu ástæðu er það sem sagt verður um árin næstu fyrir gosið 1947 heldur en ekki fátæklegt, svo jaðrar við þjóðsagnablæ á köflum, en fær eigi að síður að fljóta með. Á árunum 1935 til 1947 er húsfreyja í Selsundi Ólöf Kristjánsdóttir frá Vetleifsholti í Ásahreppi. Draumspök var Ólöf og nokkuð vættatrúar, en þó af samtímamönnum talin snjallgreind. Einhvern tíma á síðustu árum Ólafar í Selsundi var eftir henni haft að eigi myndi þrjóta vatn í bæjarbrunninum meðan hún byggi þar, og bar fyrir því draumkonu sína. Hvort sem menn telja mark að draumum eður ei er þetta þó nokkur vísbending um það að vatns- þurrðar hafi farið að gæta í Selsundi nokkru fyrir gosið 1947, en á því ári flutti Ólöf og hennar fólk frá Selsundi. Nú er að segja frá því að um sumar- ið 1949 gerist sá sem þetta skráir hag- vanur í Selsundi. Þá er svo háttað vatnsbúskap þar að áðurnefndur bæj- arbrunnur var þurr, og bæjarlækurinn sem Lind nefnist, pollur einn við upp- tök og varð eigi nýttur. Vitað er að í júlí 1952 er þetta óbreytt og neyslu- vatn enn sótt í Selsundslæk, og er sá vatnsvegur um 300 m þar sem skemmst er að fara. Ekki er nákvæm- lega vitað hve lengi þetta ástand var- aði, en mun þó hafa breyst fljótlega eftir þetta. Er nú ekki tíðinda næstu árin, nema lækir á Hekluslóðum renna fram bakkafullir. Þá er það á öndverðu sumri 1968 að mjög tekur að lækka í lækjum á umræddu svæði og var svo komið þegar Heklugos hófst 1970 að sumir þeirra voru alveg þurr- ir. Ekki var hugað mjög að þessu að því sinni og hefur þetta ástand senni- lega ekki varað lengi að gosi loknu. Verulega athygli vekur þetta eigi fyrr en í gosinu 1980, en þá hafði hið sama gerst að á árinu 1978 fór að þverra í lækjunum og fyrst eftir gosið mun vatnsborð í þeim hafa verið allt að 15 cm lægra en venjulega. Eitthvað mun þessi vatnsþurrð hafa varað lengur en um gosið 1970 og má vera að orsök þess sé goshrinan á útmánuðum 1981. Að fenginni þessari reynslu er kannski ekki að undra þó heimamönnum brygði nokkuð þegar snögglega tók að minnka í Iækjum snemma á útmánuð- um 1988. En nú brá mær vana sínum, því í byrjun desember sama ár óx að nýju vatnið án þess að til annarra tíð- inda drægi. I þetta sinn varð mest 12 cm borð á lækjunum og voru þeir aftur komnir í venjulegt horf þegar Heklugos hófst í janúar 1991. Af þessu sést að ekki er eðlilegt vatnsborð lækja trygg- ing fyrir því að hið aldna fljóð bregði eigi blundi þegar minnst varir. Þess skal loks getið að við athugun á úrkomumælingum veðurstofunnar á Hæl í Gnúpverjahreppi og Leiru- bakka í Landssveit er ekki að finna neinar þær sveiflur í úrkomumagni sem valdið gætu hinu duttlungafulla atferli lækja á Heklusvæðinu á þessu tímabili. Um það sem hér er til tínt um við- burði tengda þremur síðustu Heklu- gosum hefur verið haft samráð við Ófeig Ófeigsson í Næfurholti. Frekari tíðinda af þessum hlutum mun vart að vænta fyrr en að afloknu hugsanlegu „aldamótagosi“ og má þá vera að til komi nýjar og traustari heimildir. 194
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.